Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 44
ANNE DOOLEY:
HORACE HAMBLING
Hann skrifaði þetta um spiritisma: „Þvi miður er hann yfir-
leitt kynntur á mjög ófullkominn hátt, skírskotar sjaldnast til
almennings, og þaðan af síður til menntamanna.“
Um þá menn sem tala um spíritista skrifar hann: „Övandað
mál, ógreinilegur framburður, illheyranlegt, illa samið, engar
dramatískar andstæður, og rómfegurð og skýrt málfar vantar
því miður hjá 9 ræðumönnum af hverjum 10. Færri en 5 af
100 virðast kunna grundvallaratriði ræðumennsku.
Verra er þó, að meðferð þeirra á glæsilegu viðfangsefni er
oft svo grautarlegt, flatneskjuleg, heimskuleg og full af endur-
tekningu, og hefur svo litið aðdráttarafl fyrir ókunnuga að
miklum ruglingi veldur, að við erum að ósekju nefndir sérvitr-
ingar fyrir bragðið. 1 rauninni er hægt að telja reglulega góða
ræðumenn á fundum okkar í dag á fingrum annarrar handar.“
Hver var það sem ritaði svo harkalega? Var það spíritisti
sem orðið hafði fyrir vonbrigðum? Sálarrannsóknarmaður, sem
fyllzt hafði ógeði? Það væri erfitt að geta upp á manninum í
þremur spurningum.
Höfundur þessarar skörpu gagnrýni er eng-
inn annar en dámiðillinn Horace Hambling,
brezk-fæddur, mjög kjarkmikill maður. Hann
er orðinn mjög frægur fyrir samstarf sitt í 45 ár við umdeildan
en jafn opinskáan norður-amerískan Indíánastjórnanda, Moon
Trail.
Þegar Hambling tekur svo djúpt í árinni, ræðir hann engu
síður rnn sjálfan sig. Aðspurður hvað starf hans sem miðill
hafi kennt honum, svaraði hann: „Ég held mér sé óhætt að
segja, að ég er betri nú en út leit fyrir í upphafi. Ég minnist
þess að ég átti vanda til að fá ofsaleg reiðiköst á unglingsárum.
Opinskrá
sjálfsgagnrýni.