Morgunn


Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 18

Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 18
96 MORGUNN minna þig á orð þíns eigin heimslausnara: „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.“ — Að gera hin eilífu sannindi, hinar eilífu niðurstöður, hið mesta af öllu, sem vitringar allra alda hafa tjáð, að vísindum og þar með að kærleika — það eru mínir „ávextir". XI Þegar máður hlýtur fremur a<5 tala en þegja. Þeim manni, sem vaxinn er upp úr því að girnast hrós og að- dáun, hlýtur að vera það óþægilegt að tala um sjálfan sig, eink- um ef hann kemst þá ekki hjá því að verða aðalpersónan í um- talinu eða að reynt verði að koma á hann eins konar hetju- ljóma. En þær aðstæður geta verið, að það sé rangt eða stríði gegn hinum guðdómlegu lögmálum að vera þögull. Slíkar aðstæður komst Kristur til að mynda í, þegar hann fann sig knúðan til að segja: „Hver yðar getur sannað upp á mig synd?“ — „Lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur.“ — „Ég og faðirinn erum eitt.“ — „Ég er upprisan og lífið, hver sem trúir á mig, hann mun lifa, þótt hann deyi.“ — Menn mega ekki halda, að þessi eilífu orð hafi verið merki um dramb eða sjálfsánægju í nokkurri mynd, né heldur, að höfundurinn nyti þess sérstaklega að segja þetta. Honum var það þvert á móti fullkomlega ljóst, að það voru staðhæfingar slíkar sem þessar, er síðar meir mundu valda krossdauða hans. En orðin voru tákn sanninda, raunhæfra atburða, opinberunar, sem var stórkostlegur liður í sköpun örlaga mannkynsins, og hann var sá fyrsti og eini, sem hafði fullkomna þekkingu á þessum sannindum. Hann var til þess kjörinn að vera ibúð heilags anda, vera sá grundvöllur, sem frelsandi birting andans heilaga á jörðu byggðist á. En þar sem hann einn bjó yfir hinni sönnu, raunhæfu þekkingu á birtingu þessara andlegu stað- reynda, og það hefur engan veginn verið hin guðdómlega ætl- un, að þeim skyldi haldið leyndum, hver átti þá að opinbera þær eða koma þeim áleiðis til mannanna annar en einmitt Kristur? — Ef hann hefði verið svo auðmjúkur eða hlédrægur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.