Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 38
116
MORGUNN
Stormahöfða og skapaði með því kröfu um endurmat á gerð al-
heimsins og Savonarola vakti skelfingu með sýn sinni af hendi
Guðs haldandi á logandi kyndli.
Predikarar og baráttumenn nýs frelsis, hugsjónamenn,
kraftaverkamenn, gullgerðannenn og stjörnugónendirr fóru frá
borg til borgar og skýrðu frá undrum og táknum. Aðrir sýndu
hæfileika til þess að geta séð aftur og fram í tímann og dulspeki
var námsgrein í háskólanum i Krakov i Póllandi og Salamanca
á Spáni.
Áhangandi franska heimspekingsins Descartesar gaf út
■Sjöttu bók Mósesar skreytta dularfullum tréskurðarmyndum;
hinn ungi vísindamaður í dulfræðum Comelius Agrippa skrif-
aði De Occulta Philosophia, sem þó var ekki prentuð fyrr en
tuttugu árum síðar í Antwerpen; töframeistarinn Maltesio fekk
taflmenn og silfurbikara með yfimáttúrlegum hætti til þess
að hreyfast; og ísraelskum spámanni og stjömufræðingi, sem
valdið hafði uppnámi viða um lönd með spádómum langt fram
í aldir í ferhendum, tókst að stöðva pláguna í Languedoc á
Frakklandi. Þar var á ferð Miohael de Notredame, eða Nostra-
damus, eins og hann var tíðast kallaður, læknir frá Montepel-
lier, sem skráði hina frægu stjömuspá Karls konungs IX. Já,
þetta var sannkölluð öld endemanna.
Smábærinn Knittlingen gegndi á þessum. árum fremur litil-
fjörlegu hlutverki, sem eins konar landamæravarðstöð fyrir
Wiirtemberg, og þegar Maximilian keisari veitti hertogunum
af Thurn og Taxis arfgengan rétt til póstmeistarastarfs, þá varð
þessi smábær mosagróinna veggja og turna fyrsta póststöð á
miðöldum. Stóð bærinn við aðalpóstleiðina og tengdi, ásamt
borgunum Stuttgart og Spires, hin fornu Niðurlönd við borg-
ríkin á Italíu.
Fást var eiginlega „Gerlach“, þ.e. hann var óskilgetinn son-
ur efnaðs borgara í bænum, sem kunnur var fyrir að halda
fast fram skoðunum sínima. En Gerlach-ættin hafði annars orð
á sér fyrir trúrækni og formfestu. Hann kann að hafa átt tvo
bræður. En hvað sem því líður, þá fyrirfinnast ættarnöfnin