Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 15
UPPHAF KOLLUNAR MINNAR
93
VIII.
Þrenns konar afstaða til frásagnarinnar um upphaf
köllunar minnar.
Ég hef verið svo margorður við þig sökum þess, að ef þú lest
það sem á eftir fer, hlýtur kærleikshæfileiki þinn reynslupróf.
Hér er um tvær leiðir að ræða. Það fer eftir afstöðu þinni til
þessarar frásagnar, hvora leiðina þú velur, nema þú teljir sjálf-
an þig ekki hafa skilyrði til að fella dóm yfir mér, og haldir
þér því hlutlausum. Ef svo er ekki, munt þú annaðhvort skilja
mig og frásögn mín verða þér til gleði, og þú munt þá velja
þá leiðina, sem örvar allt og alla áfram til ljóssins, til heims-
lausnarinnar, til hins langþráða friðar á jörðu, — eða þú verð-
ur gramur, umburðarlaus, telur mig starfa í þjónustu myrk-
ursins, vinnur gegn mér eða spillir fyrir mér, og snýrð þar
með á þann veginn, sem leiðir til stríðs, til sorgar, til limlest-
inga og þjáninga, og skiptir engu máli hversu föstum fótum
þú telur þig standa trúarlega séð. Þú tilheyrir þá þeim, sem
réttast mun að segja um: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir
vita ekki hvað þeir gjöra.“
Með því sem hér er sagt hef ég viljað reyna að leiðbeina þér
og hjálpa til dýpri ihugunar, þannig að þú dæmir ekki óhugs-
að og fyrirfram það sem þú munt kynnast, gagnrýnir það og
vinnir á móti því, án nokkurra raka eða þekkingar.
Og leyfðu mér ennþá einu sinni að minna þig á hin miklu
boðorð þinna eigin trúarbragða: „Vakið og biðjið, að ]>ér fallið
ekki í freistni, andinn er að sönnu reiðubúinn, en holdið er
veikt.“ — „Hver sem þykist standa, gæti sín, að hann ekki
Ósk min meZ tilliti til lesendanna.
Nú vaknar máske eftirfarandi spurning í huga þmum við-
víkjandi mér persónulega: „Eiga þessa aðvörunarorð, sem þú
beinir þannig rakleitt til mín, að merkja það, að þú sért „yfir-
skyggður heilögum anda“, sért „vígður“, á ég ef til vill að trúa