Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 16
94
MORGUNN
þvi, að þú sért „heimslausnari“ ?“ — Mig langar með tilliti til
þessa að gera þér það skiljanlegt þegar í stað, að ég óska þess
alls ekki eða sækist eftir því, að neinn „trúi“ nokkru sérstöku
um mig persónulega. Ég óska þess einungis, að fá alla til að
rannsaka fyrirliggjandi staðreyndir tnn birtingu Guðs anda i
sýnilegu líkamlegu fyrirbæri, hvar og í hverjum sem hann
kann að birtast, og breyta þar með trú í vissu, vanþekkingu i
þekkingu, trúarbrögðum í vísindi. Ég óska að berjast gegn
hvers konar dýrkun á mér persónulega á kostnað þess, að skap
ast megi þekking á raunverulegri tilvist heilags anda.
Það er einmitt ekki til þess að vekja eftirtekt á mér sjálfum
persónulega, mínu einkalífi, að ég hef orðið svo fjölorður hér
að framan. Ég er ekki svo einfaldur að halda, að raunverulega
bjargfast álit eða traust virðing verði sköpuð einungis með því
að tala um sjálfan sig. Mér er það fyllilega ljóst, að einungis
tilvísun til raunhæfra staðreynda getur verið trúrænn efnivið-
ur handa hinum vísindalega hugsandi mönnum tuttugustu
aldar, og að fögur orð ein saman geta aðeins geðjazt „einföld-
um sálum“. Þeir sem hylla slíkt hugarfar og sækjast eftir því,
eru í rauninni einfeldningar sjálfir, haldnir óseðjandi met-
orðagirnd, þrá að vera í hávegum hafðir, fá að njóta aðdáunar,
vera tignaðir og tilbeðnir. Þeim er það lífsskilyrði, það er
þeirra hjáguð, og allt annað í tilverunni verður þýðingar-
minna, aukaatriði.
En hvernig ætti slikur maður að geta verið allsgáður, óháð-
ur og skýr farvegur fyrir tjáningu raunverulegra sanninda? I
þeim manni þar sem afhjúpun sannleikans er minna virði eða
þýðingarminni en aðdáun og tilbeiðsla eigin persónu, verður
sannleikurinn litaður eða mótaður þannig, að maðurinn fái
notið þessarar aðdáunar eða tilbeiðslu. Og hið rétta eða eðlilega
ástand, sem sé að sannleikurinn ætti að móta manninn, trufl-
ast þá í samsvarandi mæli. Það verður þá þvert á móti maður-
inn, sem mótar sannleikann. Og hjá slíkum mönnum verður
þá opinberun sannleikans einungis dauft Ijós, tendrað í eigin-
gjömum tilgangi.