Morgunn


Morgunn - 01.12.1973, Side 16

Morgunn - 01.12.1973, Side 16
94 MORGUNN þvi, að þú sért „heimslausnari“ ?“ — Mig langar með tilliti til þessa að gera þér það skiljanlegt þegar í stað, að ég óska þess alls ekki eða sækist eftir því, að neinn „trúi“ nokkru sérstöku um mig persónulega. Ég óska þess einungis, að fá alla til að rannsaka fyrirliggjandi staðreyndir tnn birtingu Guðs anda i sýnilegu líkamlegu fyrirbæri, hvar og í hverjum sem hann kann að birtast, og breyta þar með trú í vissu, vanþekkingu i þekkingu, trúarbrögðum í vísindi. Ég óska að berjast gegn hvers konar dýrkun á mér persónulega á kostnað þess, að skap ast megi þekking á raunverulegri tilvist heilags anda. Það er einmitt ekki til þess að vekja eftirtekt á mér sjálfum persónulega, mínu einkalífi, að ég hef orðið svo fjölorður hér að framan. Ég er ekki svo einfaldur að halda, að raunverulega bjargfast álit eða traust virðing verði sköpuð einungis með því að tala um sjálfan sig. Mér er það fyllilega ljóst, að einungis tilvísun til raunhæfra staðreynda getur verið trúrænn efnivið- ur handa hinum vísindalega hugsandi mönnum tuttugustu aldar, og að fögur orð ein saman geta aðeins geðjazt „einföld- um sálum“. Þeir sem hylla slíkt hugarfar og sækjast eftir því, eru í rauninni einfeldningar sjálfir, haldnir óseðjandi met- orðagirnd, þrá að vera í hávegum hafðir, fá að njóta aðdáunar, vera tignaðir og tilbeðnir. Þeim er það lífsskilyrði, það er þeirra hjáguð, og allt annað í tilverunni verður þýðingar- minna, aukaatriði. En hvernig ætti slikur maður að geta verið allsgáður, óháð- ur og skýr farvegur fyrir tjáningu raunverulegra sanninda? I þeim manni þar sem afhjúpun sannleikans er minna virði eða þýðingarminni en aðdáun og tilbeiðsla eigin persónu, verður sannleikurinn litaður eða mótaður þannig, að maðurinn fái notið þessarar aðdáunar eða tilbeiðslu. Og hið rétta eða eðlilega ástand, sem sé að sannleikurinn ætti að móta manninn, trufl- ast þá í samsvarandi mæli. Það verður þá þvert á móti maður- inn, sem mótar sannleikann. Og hjá slíkum mönnum verður þá opinberun sannleikans einungis dauft Ijós, tendrað í eigin- gjömum tilgangi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.