Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 50
128
MORGUNN
„Ég varð vör við ýmislegt, sem aðrir ekki virtust sjá, svo sem
huldufólk og álfa. Já, ég lék mér stundum með álfabörmun.
Reyndar held ég að ég hafi þá lílca stundum séð framliðið fólk,
en ég gerði engan greinarmun á þessu, þegar ég var barn.“
„Hvenær fór fyrst að bera á miðilshæfileikum hjá þér?“
„Um fermingaraldur. Þá fór að koma fyrir mig, hvar sem
ég var stödd, að ég féll niður. Héldu sumir að ég væri floga-
veik. En ég tók fljótlega i þessu ástandi að mnla eitthvað, sem
æ varð greinilegra, og fór þá suma að gruna, að ef til vill hefði
ég einhverja miðilshæfileika. Stundum spurði fólk mig, þegar
ég var í þessu ástandi, og svaraði ég þá þannig að athygli
vakti.“
„Hver voru svo tildrög þess að þú fórst að halda miðils-
fundi?“
„Kaupakona hjá foreldrum mínum fór með mig til konu
einnar í Reykjavík, sem hafði fengizt við þessi mál. Hét hún
Hildur Bergsdóttir. Fékk hún áhuga á hæfileikum minum og
hélt síðan fundi með mér sem miðli reglubundið í ein tvö eða
þrjú ár. En eftir að ég hætti samstarfi við þessa konu, hélt ég
áfram með fundi fyrir almenning vegna mikillar eftirspurnar.“
„Hvemig fóm þessir fundir fram?“
„Þeir hófust með þvi að faðirvorið var flutt og sálmur sung-
inn. Svo kom rödd Þuríðar, ömmu minnar, en hún opnaði allt-
af þessa fundi og lokaði þeim. Lýsingar allar komu með barns-
rödd telpu, sem Hjördís heitir.“
„Hvenær fóru framliðnir læknar að koma í sambandið?“
„Alveg frá upphafi. Rannsökuðu þeir á hverjum fundi
heilsufar hvers fundargests fyrir sig, lýstu því, og fram-
kvæmdu lækningar þar sem þeim þótti þörf á.“
„Geturðu gefið nokkrar upplýsingar um þessa framliðnu
lækna?“
„Einn þeirra er Jón Blöndal, sem læknir var í Stafholtsey í
Borgarfirði og drukknaði i Hvitá um 1920. Annar vill ekki láta
nafns síns getið og kallar sig bara Gest. En hér koma fleiri
læknar jafnan við sögu og eru sumir þeirra erlendir.“
„Hvers konar fundir em það, sem þú heldur núna?“