Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 20
98
MORGUNN
til fjallræðu hans, til dæmisögu hans um miskunnsama Sam-
verjann, alveg án tillits til þess, hverjar skoðanir menn hafa á
kirkju og prestum. Ef Jesús hefði verið þögull, hefði myrk og
ömurleg villimennska, í ennþá ríkara mæli heldur en þó er,
verið rikjandi úthafanna milli og sannur „kristindómur“
hvergi látið eftir sig nokkur spor á yfirborði jarðar.
XII
Hcers vegna það er skylda mín að tala í stað þess að þegja.
Eins og sjá má, eru til þær aðstæður, þar sem maðurinn get-
ur valdið hinum mestu hörmungum með því að þegja, og verð-
ur þvi heldur að tala, jafnvel þótt tal hans kunni að láta í eyr-
um hins fávísa sem „dramb“, „sjálfsánægja“ eða „falskur dýrð-
arljómi“. Sérhver sá, er skynjað hefur opinberun heilags anda,
kemst að meira eða minna leyti í þær aðstæður. Og þar sem
mér hefur einmitt hlotnazt slik skynjun, hefur það einnig orðið
skylda mín að tala í stað þess að þegja, þótt einnig ég taki með
því á mig þá áhættu, að verða misskilinn af mörgum. En þrátt
fyrir þessa áhættu eru þau fyrirbæri, sem mér hafa birtzt sem
staðreyndir, svo mikilvæg í eðli sínu, að það er fremur í sam-
ræmi við guðdómlegan tilgang og markmið lífsins að ég tali en
þegi eins og hér stendur á, hvað svo sem sá, er ekkert þekkir
til, kann að halda um þessa frásögn, hvaða óþægindi sem mis-
skilningur fjöldans kann að baka mér, því aðeins likamann er
hægt að deyða. Andi minn er ódauðlegur. Og á þessum grund-
velli skal ég nú snúa mér að því að skýra nokkuð frá þvi, sem
gerði mig færan um að skapa þá alheims greiningu, þar sem
heimsmyndin eilifa með sínum miklu niðurstöðum eða ódauð-
legu setningum úr biblíunni, frá mestu vitringum jarðar, birt-
ist í stærðfræðilegri einingu og gerir þar með mestu sannindi
lífsins að visindum, list, kærleika.