Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 26
104
MORGUNN
að lifið eitt er til, að myrkur og þjáning er aðeins dulbúinn
kærleikur, og að verund Guðs er nálæg í öllu og öllum.
En í eigin veru miirni var logi kærleikans margfaldaður. Ég
sá að allt var lifandi, var birting Guðs, var hans sanna hold og
blóð. Ég leit með ástúð jafnt hið „dauða“ sem hið lifandi efni,
jafnt steinana sem hin lífrænu efni. Ég elskaði steinana jafnt
sem hinar lifandi verur, þvi að þetta myndaði í sameiningu
líkama Guðs. Og líkami Guðs veitti mér ástúð. Það var sem hið
gullna ljós, skynjun heilags anda, eigin návist Föðurins, skynj-
un persónulegrar tilvistar hans sem meðvitaðs sjálfs í eigin ná-
vist minni, hefði látið mér eftir kærleiksljóma, sem gagnsýrði
alla hluti. Ég fann, að allt geislaði frá sér samúð, geislaði frá
sér hans eigin veru, bæði i mér og umhverfis mig. Þessi faðir
elskaði mig. Og með óbifanlegri ást til þessarar veru sneri ég
aftur til efnisheimsins. Þjáningar, sorgir og áhyggjur jarð-
neskra manna eða dýraríkisins komu i ljós á ný. Skuggasvið til-
verunnar varð aftur yfirgnæfandi. En yfir djúpum skuggum
hins myrka ríkis leiftraði og geislaði gullna ljósið stöðugt hið
innra með mér. I heila og mænu fann ég stöðugt hitann frá
hinu yfirjarðneska skini. Frá höndum minum og vörum hefur
það þegar borizt, og mun framvegis breiðast út til mannanna,
streyma um heila þeirra og taugar, ljóma í augum þeirra og
taka sér bústað í sálum þeirra. Orð mitt er kyndill lifsins. Hinn
guðdómlegi andi í því lýsir í myrkrunum, nemur burt hjátrúna
og skapar kærleika til Guðs. Hver sá er í því lifir, mun elska
föðurinn og getur því aldrei i myrkri gengið. Því að elska föð-
urinn er að alska heiminn, elska allt og alla. Að elska allt og
alla er að lifa ásamt því, sem elskað er. En að lifa á þennan
hátt ásamt því, sem elskað er, það er hin fullkomnasta svölun
innstu þrárinnar, æðsta lífsfyllingin, mesta hamingjan, hin
sanna sæla.