Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 47
HORACE HAMBLING
125
hann væri að beina þessum manni til kirkjunnar. Sá sem þessi
skilaboð sendi var Moon Trail, sem verða átti stjórnandi
Hamblings. Spáin reyndist rétt, því þegar Hambling, sem kom-
ið hafði til London í atvinnuleit, hafði í hálfan mánuð leitað
fyrir sér, rak hann augun í tilkynningu um þjónustur í Fins-
bury Park kirkjunni. Brátt varð þessi kirkja orðin samkomu-
staður þúsunda manna, sem flykktust þangað til þess að heyra
hinar glæsilegu ræður úr dásvefni.
Þetta heyrði til sérstakrar nýlundu árið 1935. Royal Albert
Hall var tekið á leigu, eingöngu til ræðulialda fyrir Moon
Trail. Graham Moffat, frægur skáldsagnahöfundur, sem stjóm-
aði samkomunni, sagði í lok fundarins: „Ég hef heyrt marga
mikla ræðumenn, en aldrei hef ég heyrt neitt i líkingu við ræð-
una í kvöld.“
Moon Trail sem lýsti fjármálum sem mannanna verki,
gagnstætt sannleikanum sem er „Guðsverk“, sagði við hinn
stóra söfnuð: „Hið erfiðasta við að flytja yður þennan boðskap,
er það, að þér emð íþyngdir hefðbundnum trúarkenningum.
Hvort sem þér eruð kristnir, Gyðingar, Búddatrúar, Múham-
eðstrúarmenn, eða hvaða trú sem þér hafið, þá biðjum vér yð-
ur að gleyma trúarsetningunum. Takist yður það ekki, eigið
þér enga von um hamingju eða fögnuð.
Eigi tjáir yður að hlusta á boðskap okkar öðruvísi en sem
lítil börn, sem laus em við fyrirfram ákveðnar fordæmingar,
enda getum vér ekki á annan hátt hvatt yður til framtaks af
eigin hálfu. Yður ber að taka á yður sökina fyrir það sem illa
hefur farið í heimi yðar, og ákveða að ráða á því bót. Gerið
það og gleymið öllu nema því að þér eruð hluti af Guði.“
Næstum 30 árum áður en fyrstu vísinda-
mennirnir komu fram í sjónvarpi og til-
kynntu hálf skömmustulega, „Að þeir tryðu
því nú, að hugsanlegt væri að lif væri á þúsundum annarra
reikistjama,“ hafði Moon Trail sagt: „Stuðningsmenn þróun-
arkenningarinnar segja: ‘Hugsið ekki mn framtíðarlíf,’ í þeirri
trú að jörð yðar sé svo raunveruleg, þó að hún sé ekki annað
en örlítill dill í hinum ómælanlega geymi umhverfis yður.
Líf á öðmm
plánetum.