Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 33
HVER VAR FÁST?
111
Já, því að þótt Steinunn sé því engin Margrét, þá er Loftur
þó áreiðanlega hinn íslenzki Fást. Þannig teigir Fást-sögnin
sig alla leið norður i yzta haf til okkar íslendinga, þar sem hún
mun verða geymd og varðveitt í þeirri mynd, sem skáldið Jó-
hann Sigurjónsson gaf henni: leikritinu Galdra-Lofti. En æðstri
tign og fegurð hefur hún náð í hinu volduga verki þýzka skáld-
jöfursins Johanns Wolfgangs Goethes, sem Þjóðleikhúsið hefur
flutt í íslenzkri þýðingu Ingva Jóhannessonar.1)
Þetta mikla ljóðleikrit fjallar um hin stríðandi andstæðu öfl
sem takast á í mannssálinni. Annars vegar taumlausan metnað
mannsins og girnd hans til ásta, auðs og valda, og hins vegar
óslökkvandi þekkingarþorsta hans og þrá til þess að öðlast skiln-
ing á tilgangi og takmarki lífsins, sem birtist í sannleiksást hans.
Eða eins og Fást segir:
„Hver fræðir mig? Hvað forðast á ég?
Hvort fylgja þránni, sem ég hlaut?
Æ, bæði athöfn hver og hitt, sem þola má ég
er hindrun mér á lífsins braut“.
Og við finnum einnig þrána eftir sálarfriði; hina djúpu
guðskennd innri vitundarinnar i atriðinu þar sem Fást heyrir
kór englanna syngja:
„Frelsarinn lifir,
fögnuð þeim gefur hann,
elskað sem hefur hann,
sælan hann sigur vann
sorginni yfir“.
Þá verður Fást að orði:
„Hví himintónar, lag og ljóð,
þið leitið min i duftið niður?
Nei, hljómið þeim, sem eiga blíðlynt blóð,
ég boðskap heyri að vísu, en gafst ei trúarfriður,
J) Tilvitnanir i grein þessari eru úr þýðingu Ingva Jóhannessonar.