Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 31
ÆVAR R. KVARAN:
HVER VAR FÁST?
1 fyrra atriðinu milli Lofts og Steinunnar í Galdra-Lofti Jó-
hanns Sigurjónssonar, þar sem veslings stúlkan er að reyna að
endurvekja ástir hins glataða elskhuga síns, segir hún á einum
stað: „öll metorðagirnd föður þíns safnast mn þig, af því að þú
ert einkabarnið hans. Ég kvíði því stundmn, að hún verði þér of
þung byrði.“
Loftur: „Metnaður minn og föður míns eiga engar leiðir
saman."
Steinunn: „Hvað ætlarðu þér sjálfur?11
Loftur: „Ég? — Ég vil standa meS alla vizku mannanna á
þröskuldi leyndardómanna.11 Skömmu seinna segir Loftur: „Ef
ég vildi rétta höndina út í myrkrið, veit ég, að það yrði ekki
árangurslaust. Hefur þú lieyrt talað um Gottskálk biskup
grimma og „Rauðskinnu“. Ég kalla hana „Bók máttarins“.
— Sá, sem vissi allt sem stendur í þeirri bók, yrði voldugastur
maður jarðarinnar. Þess vegna tók Gottskálk hana með sér í
gröfina. Hann unni engum valdsins. — Ég hef séð bókina.
Steinunn: „Þú.“
Loftur: „Hér um nóttina lá ég úti í kirkjugarði á legstaðnum
hans. Sú hugsun læddist að mér, að ég gæti ef til vill i svefni
stafað mig fram úr einhverju í henni. Biskupinn stóð frammi
fyrir mér í rauðum hökli og las upp úr bókinni. Hann hélt
henni svo hátt, að ég gat ekki séð framan í hann. En blöðin
undust saman um leið og hann las og hrundu niður eins og
aska.“ Þá horfir Loftur grimmdarlega á Steinunni og segir:
„Sá, sem af allri sálu sinni óskar annari manneskju dauðans,
hann lúti höfði, horfi til jarðar og mæli —“ En þá verður Loft-
ur gripinn skelfingu, gefst upp og segir: „Nei, þau orð vil ég
ekki muna“.