Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 35
HVER VAR FÁST?
113
en hvert sem eltir eða flýr hann,
má ekkert friða mannsins þyrsta brjóst.“
Drottinn svarar:
„Þótt enn hann fálmi, óviss sé hans leit,
það er mitt ráð að vizkudjúp hann kanni.
Um blóm og aldin felst það fyrirheit,
er fer að bruma teinungurinn granni.“
Mefistofeles:
„Ég veðmál býð. Þú missir af þeim manni,
við mig til fylgis hann skal ginna,
svo fremi orð þín ekki banni.“
Þessu svarar Drottinn:
„Hans ævitíð þú að mátt vinna
þau orð að sanna. Maður vilhst
á meðan leitar, mun þó finna.“
Og síðar segir Drottinn þessi athyglisverðu orð:
„Þótt góðs manns þrá sér óljóst velji vegi,
þá veit hann samt, að rétta leið hann fer“.
Og svo fylgjumst við með því hvernig Fást fellur fyrir hinni
miklu freistingu og selur sálarheill sína Mefistofeles, sem síðar
verður dyggur en djöfullegur þjónn hans og uppfyllir hinar
mannlegu óskir hans um æsku, ást og frægð. Já, hjálpar hon-
mn til þess að ánetja hina fögru en hreinu og saklausu Mar-
gréti með voðalegum afleiðingum fyrir þau bæði.
Þetta mikla verk Göthes er svo langt, að það er aldrei sýnt í
heild. (Tæki sennilega um 5 klukkustundir). Á þessari íslenzku
sýningu kom fram næstiun allur fyná hluti verksins og eitt
atriði úr síðari hlutanum. 1 heild er þetta áreiðanlega guðinn-
blásið verk, enda sumir kaflar síðari hlutans dularfullir og tor-
skildir flestum. Það er nokkum vegiim vist, að hinn mikli
þýzki skáldjöfur muni hafa lagt sál sína í þetta snilldarverk.
8