Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 63
í STUTTU MÁLI
141
mig aldrei þó eitthvað hrykki upp úr mér við hann, en sagði
alltaf þegar ég sagði honum frá því sem ég sá eða heyrði:
„Segðu engum þetta, barnið mitt, nema mér.“ Þar með kom
það af sjálfu sér að eftir að ég missti pabba þagði ég vandlega
um allt slíkt (hann dó þegar ég var tæplega 8 ára). En ekki er
mér grunlaust um að pabhi hafi haft sama eiginleika þó lítið
bæri á, og ekki hafi honum allt komið á óvart.
Fyrsta drauminn sem ég man, dreymdi mig þegar ég var 7
ára. Ég hafði átt afmæli þennan dag og fékk dúkku í afmælis-
gjöf. Eitthvað var af gestum heima. Það var gott veður þennan
dag og ég labbaði með dúlckuna mína undir hendinni ofan í
Undirtún sem kallað var, og var erindi mitt að sýna nú dúkk-
unni dótið mitt, en þar átti ég allan minn búsmala: horn, leggi
og skeljar. En þegar ég var búin að vera þar um stund varð ég
syfjuð og sofnaði hjá dótinu. Svo hagaði til þar sem ég man
fyrst eftir mér, að smátjörn er fvrir neðan bæjarhólinn, en sjór
féll í þessa tjörn og var þess vegna flóð og f jara i henni.
Nú dreymir mig þarna í Undirtúni, að við mamma og syst-
kini mín værum komin í bát út á tjörnina, og fannst mér tjörn-
in óvenjulega stór og vatnið svo dimmblátt og umhverfið allt
þrungið þögn og vafið einkennilegri blárökkurmóðu. Ég þótt-
ist ekki sjá neinar árar i bátnum, en hann rak óðfluga að litlu
viki sem var þarna í tjarnarbakkanum og var kallað Markúsar-
auga. Þegar ég sá þetta þóttist ég verða ofsahrædd og segja við
mömmu, af hverju eru pabbi, Haraldur og Komelía ekki með í
bátnum, en mér fannst mamma ekki gegna þvi.
Allt í einu þykist ég ekki vera lengur i bátnum, heldur niður
í Undirtúni. Þar þykist ég sjá sjálfa mig sofandi með dúkkuna
í fanginu. En i því ég er að hugleiða þetta, kemur að mér stór
maður, rífur í mig og segir höstugt og reiðilega: „Segðu pabba
þínum þetta ekki“, og mér fannst hann eiga við, að ég hefði
verið í bátnum. En í þessu kallar pabbi, sem var þá farinn að
leita að mér, og hrökk ég upp við kallið og fylgdi honum heim.
— Aldrei hef ég sagt frá þessum draum fyrr en nú að ég festi
hann á þetta blað. Þó hann hafi lifað alla tíð skýrt í huga mín-
um. En á þessu sama ári, sem mig dreymdi rauminn, dó pabbi,