Morgunn


Morgunn - 01.12.1973, Page 63

Morgunn - 01.12.1973, Page 63
í STUTTU MÁLI 141 mig aldrei þó eitthvað hrykki upp úr mér við hann, en sagði alltaf þegar ég sagði honum frá því sem ég sá eða heyrði: „Segðu engum þetta, barnið mitt, nema mér.“ Þar með kom það af sjálfu sér að eftir að ég missti pabba þagði ég vandlega um allt slíkt (hann dó þegar ég var tæplega 8 ára). En ekki er mér grunlaust um að pabhi hafi haft sama eiginleika þó lítið bæri á, og ekki hafi honum allt komið á óvart. Fyrsta drauminn sem ég man, dreymdi mig þegar ég var 7 ára. Ég hafði átt afmæli þennan dag og fékk dúkku í afmælis- gjöf. Eitthvað var af gestum heima. Það var gott veður þennan dag og ég labbaði með dúlckuna mína undir hendinni ofan í Undirtún sem kallað var, og var erindi mitt að sýna nú dúkk- unni dótið mitt, en þar átti ég allan minn búsmala: horn, leggi og skeljar. En þegar ég var búin að vera þar um stund varð ég syfjuð og sofnaði hjá dótinu. Svo hagaði til þar sem ég man fyrst eftir mér, að smátjörn er fvrir neðan bæjarhólinn, en sjór féll í þessa tjörn og var þess vegna flóð og f jara i henni. Nú dreymir mig þarna í Undirtúni, að við mamma og syst- kini mín værum komin í bát út á tjörnina, og fannst mér tjörn- in óvenjulega stór og vatnið svo dimmblátt og umhverfið allt þrungið þögn og vafið einkennilegri blárökkurmóðu. Ég þótt- ist ekki sjá neinar árar i bátnum, en hann rak óðfluga að litlu viki sem var þarna í tjarnarbakkanum og var kallað Markúsar- auga. Þegar ég sá þetta þóttist ég verða ofsahrædd og segja við mömmu, af hverju eru pabbi, Haraldur og Komelía ekki með í bátnum, en mér fannst mamma ekki gegna þvi. Allt í einu þykist ég ekki vera lengur i bátnum, heldur niður í Undirtúni. Þar þykist ég sjá sjálfa mig sofandi með dúkkuna í fanginu. En i því ég er að hugleiða þetta, kemur að mér stór maður, rífur í mig og segir höstugt og reiðilega: „Segðu pabba þínum þetta ekki“, og mér fannst hann eiga við, að ég hefði verið í bátnum. En í þessu kallar pabbi, sem var þá farinn að leita að mér, og hrökk ég upp við kallið og fylgdi honum heim. — Aldrei hef ég sagt frá þessum draum fyrr en nú að ég festi hann á þetta blað. Þó hann hafi lifað alla tíð skýrt í huga mín- um. En á þessu sama ári, sem mig dreymdi rauminn, dó pabbi,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.