Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 67
X STUTTU MÁLI
145
FARIÐ í SMALAMENNSKU
Það var haustið 1931. Ég var staddur norður í Gröf í Bitru-
firði. Svo var það einn morguntíma, að Sigurgeir heitiim Ás-
geirsson, þáverandi bóndi á Öspakseyri, hringir til mín og bið-
ur mig að smala Eyrarfjall með þeim bræðrum, Þorkeli og
Magnúsi. Það var orðið nokkuð áliðið hausts og leit illa út með
veður, kominn norðan strekkingur og gekk á með éljum. Ég
var strax tilbúinn að fara i smalamennskuna, en það var með
mig eins og í kvæðinu stendur: „að þá í óveðrum skemmti ég
mér.“
Það var nú um það talað og fastmælum bundið að við skyld-
um hittast þessir þrír við stóran stein, sem er á brúninni fyrir
ofan Stóra-Hvamm. Þetta var kennileiti, sem við þekktum allir.
Ef við legðum af stað að heiman jafnt, þá átti það ekki að skakka
á miklu hverjir yrðu fyrri að steininum, það var að visu lengri
leið hjá mér, en aftur á móti var hún greiðfærari.
Ég hljóp af stað, léttur í spori, og hugsaði gott til samfund-
anna við þá bræður. Það fór alltaf vel á með okkur og ævinlega
fagnaðarfundur er við hittumst. Ég var ákveðinn i því, er ég
lagði af stað, að verða á undan þeim að steininum. Ég fór eins
og leið liggur frá Gröf fram að Krossárbakka, þaðan upp í
Stóra-Hvamm og áfram að hinum fyrii'heitna steini. Ekki var
ég kominn nema upp í miðjan hvamminn þegar ég sá tvo menn
ganga fram brúnina fyrir ofan, í átt að fyrrgreindum steini.
Ég herti nú enn á göngunni til að koma ekki löngu á eftir að
margnefndum steini. Við áttum nú allir stutt eftir þangað og
fór ég að veifa og hóa til að vekja athygli þeirra á mér, en það
virtist ekki hafa nein áhrif, þeir létu sem þeir hefðu ekki hug-
mynd um mig og litu aldrei í þá átt sem ég kom úr, héldu þeir
svo rakleitt að steininum og settust hlið við hlið í skjóli við hann
og litu aldrei til hægri eða vinstri en réru mikið. Þetta þótti
mér skringilegt tiltæki af þehn bræðrum, þessu hafði ég ekki
átt að venjast af þeirra hálfu. En ég vildi láta þessa pilía sjá,
að mér væri nokk sama um þeirra fíflalæti. Ég fór þvi bara að
taka lífinu með ró, snéri mér undan vindi og frá þeim og
10