Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 36
114
MORGUNN
Hann byrjaði það 25 ára gamall, en lauk því ekki fyrr en rétt
fyrir dánardægur sitt, tæpum sextíu árum siðar. Það er því
hvemig sem á það er litið sarmkallað lífsverk. Vitanlega var
eins og kunnugt er margt annað skrifað jafnframt þessu stór-
virki eins og hin frægu ljóð höfundarins bera vitm.
Enginn má ætla mér þá dul, að ég hafi í hyggju að bera verk
Jóhanns Sigurjónssonar beinlínis saman við þetta meistara-
verk heimsbókmenntanna, þótt ég leyfi mér að minnast hér að-
eins á Galdra-Loft aftur í þessu sambandi. Vonandi verður það
ekki talin nein goðgá, þótt ég hér veki athygli á hinum áber-
andi mismun örlaga Lofts annars vegar og Fásts hins vegar.
Mig langar til þess í fyrsta lagi að benda á þennan mismun og
síðan gera nokkra grein fyrir honum frá mínu sjónarmiði.
Eins og við vitum eru vitfirring og dauði hlutskipti Lofts.
Eins og Jóhann lýsir honum í leikritinu er það rökrétt niður-
staða og dramatískt óhjákvæmileg.
Hér að framan gat ég þess, að ég teldi að leikrit Göthes f jall-
aði annars vegar um taumlausan metnað mannsins og girnd
hans til ásta, auðs og valda, en hins vegar óslökkvandi þekk-
ingarþorsta hans og þrá til þess að öðlast skilning á tilgangi og
takmarki lífsins. Aðeins hið fyrrnefnda kemur fram í persónu
Lofts. Hann segir að vísu að óskir sínar séu voldugar og tak-
markalausar. En þær eru eingöngu neikvæ'Sar.
Hann segir við Disu: „ . . . við lifum saman í góðu og illu,
eins og okkar eigin andi blæs okkur í brjóst. Ég næ takmarka-
lausu valdi. Ég get framlengt lífið. Og ég get breytt okkur í
dýr og blóm. Ef þú óskar getum við lifað á meðan jörðin er
til i liki manna, dýra og blóma . . .“ Þetta eru ekki óskir and-
lega þroskaðs manns, heldur bamssálar. Og í vitfirringunni
tekur hann hinzta skrefið: „Þú sem býrð í eilífa myrkrinu. Ég
hrópa til þín í gegn um jörðina. Gef mér mátt þinn. Iklæð mig
krafti þínum. Hreinsa af mér öll góðverk. Og ger hjarta mitt
máttugt í hinu illa.“
Fást Göthes sekkur að vísu niður í undirdjúpin vegna eig-
ingjamra óska sinna og rangrar beitingar valds þess, sem hon-
um er fengið. En í honum býr einnig góðleikurinn og guðs-