Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 53
VIÐTAL
131
sjúkdómssögu dóttur sinnar, sem er fædd 1957. Þessi telpa, sem
nú er 16 ára gömul, hefur alla tíð verið þjökuð af margvísleg-
ustu sjúkdómseinkennum: höfuðverk, magakrampa, sjóntrufl-
umun og riðu. Hefur verið leitað til margra lækna til þess að
fá einhverja bót þessara ömurlegu sjúkdómseinkenna, en allt
var það unnið fyrir gýg. Virtist 'hver læknirinn hafa sína eigin
skoðun á þessum sjúkdómum og ráðleggingarnar í samræmi
við það. Oft á tiðum lyf, sem svo reyndust hafa mjög óheilla-
vænlegar hliðarverkanir.
Skýringar læknanna og sérfræðinganna voru ýmist um-
gangspest, migraine, þrýstingur á innri eyrun, heilahimnu-
bólga eða eitthvað enn annað. Þessu fylgdu svo tilheyrandi
prófanir, rannsóknir og mælingar. En allt var þetta til einskis.
Um tima kom til mála að gera á telpunni heilauppskurð, en
frá þvi var þó horfið. Telpan hélt áfram að þjást og kúgast og
bættu sífelldar læknisskoðanir og ótal tegundir lyfja ekkert úr
þessu ömurlega ástandi. Þetta var vitanlega farið að koma mjög
niður á skólanámi stúlkunnar, sem meðal amiars var nú orðið
með öllu ókleift að stunda leikfimi og sund og átti vitanlega í
hinum mestu erfiðleikum með námið yfirleitt, sökum sí-
felldra þjáninga.
Þegar komið var með telpuna til Jóníu, kveið hún mjög fyrir
landsprófi, sem þá stóð fyrir dyrum hjá henni í skólanum, enda
var hún enn mjög þjáð.
Það er skemmst frá þvi að segja, að hjá Jónínu tókst að
byggja upp nýjan kraft með telpunni, svo henni tókst að ljúka
námi sínu með sóma, eins og heilbrigð væri. Síðan hefur hún
einnig getað tekið upp sund og leikfimi. Og eftir prófið hafði
hún nægan kraft til þess að vinna langan vinnudag í frysti-
húsi af miklum dugnaði. Síðan þessi andlega lækning hófst
hefur hún ekki orðið vör við nein sjúkdómseinkenni, að því
undanskildu, að hún hefur einu sinni fengið nokkuð þungan
höfuðverk, sem þó hvarf aftur von bráðar.