Morgunn


Morgunn - 01.12.1973, Síða 7

Morgunn - 01.12.1973, Síða 7
UPPHAF KOLLUNAR MINNAR 85 segja skilið við opinberar skoðanir alniennings, sem eru þeim ófrávíkjanleg, óskráð lög, eða sá göngustafur, sem þeir verða ennþá að notast við til þess að halda sér uppréttum i trúarleg- um efnum, á meðan þeir eru ennþá of ósjálfstæðir í hugsun til þess að geta gengið hjálparlaust um völundarhús lifsgátunnar. Án stuðnings hinna gömlu trúarlegu erfðavenja og kenninga hlyti lífið að verða þeim eyðimörk, þar sem þeir mættu sig hvergi hræra og mundu andlega séð svelta til bana eða farast hörmulega á annan hátt. II DæmiS eigi. Þessi frásögn mín er ekki skráð handa ofannefndri mann- gerð. Ef hún á einn eða annan hátt skyldi samt sem áður ber- ast þeim í hendur, þá vildi ég strax segja þeim þetta: „Haltu þér fyrir alla muni að þeim trúarbrögðum, sem eru þér lífið eða hamingjan, sem þú telur veginn, sannleikann og lífið. Láttu þér ekki detta í hug, að ég vilji í einu einasta atriði hrófla við æðsta lífsgrundvelli þínum. Ég óska þess yfirleitt ekki að veikja trú nokkurs einasta manns á það, sem er i sann- leika fagurt og göfugt, satt, og þess vegna ástúðlegt, guðdóm- lega örvandi í daglegri tilveru. En minnztu þess, að það væri brot á kærleikslögmálinu að dylja þig þess, að þekking er takmörkuð, og að utan þessara takmarka ert þú umluktur svæði, þar sem þú samkvæmt því getur ekki „vitað“, og hlýtur þvi óhjákvæmilega aðeins að „trúa“. Utan þess svæðis ert þú aftur umluktur óendanlegu svæði, þar sem þekkingarleysi þitt er algert eða fullkomið vit- undarleysi, eins og dimmasta nótt. Hvað þessi dimma nótt kann að bera í skauti sínu, veizt þú ekkert um. Þú getur því ekki haft myndugleika eða réttmæta eiginleika til þess að dæma um frá- sagnir eða birtingar frá þessu svæði, sem þú ert gersamlega ókunnur. Aðeins á 'þvi litla sviði eða umhverfi, þar sem þú stendur föstum fótum á grundvelli algerlega stærðfræðilegra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.