Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 37
Viðar] SÉRA SIGTRYGGUR GUÐLAUGSSON PRÓFASTUR 23
sýnt skólastarfinu skilning frá upphafi. Árið 1909 ræður
síra Sigtryggur sér þó hinn ágæta aðstoðarkennara Björn
Guðmundsson, sem nú er skólastjóri. Ár frá ári var reynt
að auka og bæta aðbúð nemenda og skólastarfsins. Tekj-
urnar voru þó ekki aðrar til slíkra hluta en eftirgefið
kaup síra Sigtryggs og óbrigðul hjálpsemi Kristins. Nem-
ur það stórfé, ef saman væri talið. Er nú orðið þorp á
Núpi, sem á enn fyrir sér að vaxa og lengi mun varð-
veita minning þeirra bræðra.
Tilgangur Núpsskóla hefir frá upphafi verið, eins og
stendur í reglugerð, að temja nemendum skyldurækni,
efla tilfinninguna fyrir því, sem fagurt er og gott, glæða
ást á ættjörðinni og löngunina til að vinna að hvers kon-
ar framförum og menningu. Það verður ekki annað sagt,
en að síra Sigtryggi og samstarfsmönnum hans hafi tek-
izt aðdáanlega vel að ná tilgangi sínum. Ég hitti þrásinn-
is Núpverja, sem bera þess skýran vott, að þeir hafa
dvalið á Núpi. Þeir samlagast vel í margmenni, syngja
meir en aðrir, og hafa ríkan áhuga á framförum og fé-
lagsmenningu.
Það eru þjóðleg kvæði og örfandi, sem sungin eru.
Söngurinn heiman frá Þremi hefir þar lyfzt á hærra stig.
Sum lögin eru jafnvel eftir þá bræður, síra Sigtrygg og
Kristinn, sjálfa. Síra Sigtryggur á í fórum sínum stórt
sönglagasafn eftir sjálfan sig. Hann lætur lítið yfir sér í
þeim efnum eins og öðrum. En oft situr hann við orgelið,
og nýtur þá þeirra samhljóma, sem vakna í huganum.
Síra Sigtryggur hefir verið vandur að virðingu skólans.
Hann hefir viljað temja nemendum prúða siði og glaðlega
umgengni. Nemendur hafa gengið að heimilisstörfum
skólans. Sparneytni hefir gert skólavistina ódýra. Um
alla hluti er honum sýnt um stjórn og reglu. Uppeldis-
áhrif skólans hafa verið ákjósanleg og máttug.
Skólastarfsemi síra Sigtryggs hefir ráðið úrslitum um
héraðsskólastað Vestfjarða. Hann hefir lagt brautirnar
heim að Núpi. Án hans tilverknaðar er ekki að vita, hvar