Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 94
80 GULL OG HAMINGJA (FÁFNISGULLIÐ) [Víðar '
„Veita hinu .
es vætki veit,
margr verðr af aurum api.“
Það verður að telja þá menn, sem svo hugsuðu, og hafa
án efa byggt hugsun sína á raunveruleikanum í lífi sam-
tíðarinnar, langt á undan sínum tíma. Þeir voru spámenn
þjóðar sinnar.
Ég held, að sögnin um oturgjöldin geti ekki verið mynd-
uð í hugum fjöldans, eins og hún er nú framsett. Til þess
er hún að eðli og anda óf langt á undan sínum tíma. Lík-
lega er, að einhver, sem glöggt sá spillinguna í lífi sam-
tíðar sinnar, hafi safnað saman brotasilfri sögunnar og
steypt úr því, safnað saman minningum um liðna at-
burði, sögu Sigurðar Fáfriisbana, afkomenda hans og ó-
láni þeirra og ofið hana út frá þeim hugmyndum, sem
góðir menn gerðu sér um upptök og eðli syndarinnar í
heiminum. Því er svo öllu steypt saman í eina heild, raun-
veruleika og hugmyndum, og úr því búin til dæmi til við-
vörunar samferðamönnum og eftirkomendum, svd þeir
geti lifað bjartara lífi og brenni sig ekki á sama eldinum,
sem svo mörgum hefir heitur orðið, að safna glóðum elds
að höfði sér með því að skapa sér lífshamingju á öfugan
hátt.
Um þessi mál eru nú einmitt háðar hörðustu deilurn-
ar í þjóðfélagi okkar, svo sem annars staðar í heiminum.
Um skiptingu verðmætanna milli fólksins og hvort þau
séu nauðsynleg til þess, að hver einstaklingur geti orðið
hamingjusamur.
Við vitum af reynslu liðinna alda, reynslu, sem fengizt
hefir síðan þær hugmyndir sköpuðust, sem við höfum nú
athugað. Við vitum að það, sem sagt er í Völuspá og sögu
oturgjaldanna, er ekki þjóðsaga nema að hálfu leyti. Hún
er veruleiki af því, að daglega gerast þessar sögur mitt á