Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 129
Viðar] ER SÖNGNÁM í SKÓLUM AÐEINS DÆGRADVÖL? 115
kvæði, sem eru á hvers manns vörum, og það vissi ekki
betur en það hefði kunnað frá barndómi. T. d. mætti
nefna: „Ó, fögur er vor fósturjörð“, „Eldgamla ísafold“
o. s. frv. Og þaðan af síður skilur það orðin til fulln-
ustu á eigin spýtur. Lítið dæmi gæti skýrt þetta svolítið
nánar. Piltur, sem kominn var í æðri skóla, var af kenn-
ara sínum beðinn að útskýra orðið „mögum“ í þessari
ljóðlínu Bjarna Thorarensen: mögum þín muntu kær.
Það stóð auðvitað ekki á svarinu — mögum, það var
fleirtala af magi.
Af samskonar hugsanadeyfð eða skilningsskorti og
þeim, sem hér lýsir sér á merkingu orða og máleðli, rask-
ast stundum rétt beyging þeirra og umsnúast þau þar
með í hreint óvit. Oft má ekki miklu skeika til að svo
verði. Sem dæmi um þetta mætti nefna fyrrihluta þessa
erindis Jóns Thoroddsen:
Þú fósturjörðin fríð og kær,
sem feðra hlúir beinum
og lífið ungu frjóvi fær
hjá fornum bautasteinum.
Algengast er, að þriðja ljóðlínan sé höfð svona: „og lífið
unga“ o. s. frv. Breytingin virðist e. t. v. ekki svo ýkja
saknæm í fljótu bragði, en enginn ætti þó að þurfa að
velta þessu lengi fyrir sér til þess að komast að raun um,
að rökrétt hugsun fer hér villur vegar, og ekki fæst vit-
brú út úr ljóðlínunni þannig útleikinni.
Athugulir og áhugasamir nemendur reka sig við þess
konar skakkaföll á sannleiksgildi þeirra orða þýzka stór-
skáldsins Goethe, að ljóð séu svipuð og lituð rúðugler í
kirkju: ef litið sé inn í kirkjuna utan af torgi, virðist hún
dimm og drungaleg ásýndar, en ef farið sé inn í hana,
komi. skrautið allt í ljós.
Söngkennarinn má sízt bregðast hlutverki sínu í því
efni að glæða smekk nemenda sinna og skilning á þeirri
innri fegurð ljóða, sem Goethe vildi opna augu manna
fyrir.
8’