Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 78
64 ENDURMINNINGAR UM NÚPSSKÓLA [Viðar
skólaveru mína og árangur hennar. Mér fannst ég hafa
lært lítið og var reið við sjálfa mig. Það ber eigi að skilja
sem áfellisdóm um skólann. Slíkar hug@anir hafa jafnan
fylgt mér við allt nám, enda þótt ég frá byrjun hafi borið
skynbragð á að nota vel tímann og starfskrafta mína. Þáð
kunni ég ennþá ekki er ég dvaldi á Núpi, en Núpsskóli
hefir átt sinn þátt í að kenna mér það.
Ég var svo djörf að geta þessarar óánægju með árang-
urinn af námi mínu í bréfi til skólastjóra. Mér fannst ég
þurfa að gera upp reikninginn við sjálfa mig og áleit það
skyldu mína að vera hreinskilin gagnvart honum, þótt ég
væri í engu ósátt við skólann, heldur aðeins gagnvart
sjálfri mér. Skólastjóri tók bréfi mínu mjög vel, og ég
kann æ betur og betur að meta alúð hans og einlægni. Út
af þessari syndajátningu minni spunnust bréfaskriftir
milli skólastjóra og mín. Þær héldust árum saman og hafa
orðið mér til mikils gagns. Bréf hans greiddu jafnan götu
mína í náminu og áhrif þau, er ég varð fyrir í Núpsskóla,
reyndust mér notadrýgri en ég hafði skilið í fyrstu. Ef til
v-ill' fer ýmsum nemöndum sem mér, að þeir skilja tilgang
skólans þá fyrst er námstímanum er lokið, en vilja þá
þegar sjá fullan árangur skólavistarinnar. Bráðlyndi og
misskilningur eru æskunni eiginleg. En í raun og veru á
góður skóli sterkan þátt í vaxandi þroska nemandans,
löngu eftir að skólatíminn er liðinn. Það er einkenni góðs
skóla, að áhrif hans eru ekki háð dvalartíma eða persónu-
legri umg'engni nemanda við kennara.
Það er fjarri mér að álíta, að Núpsskóli hafi verið galla-
laus. Auðvitað hafði hann sína bresti, og verkefni skóla-
stjórnar var og er að bæta þá og afmá. En hitt skil ég
betur nú en þá, að skólastjóri og kennari unnu af aðdá-
anlegri alúð og samvizkusemi: Hver stund var notuð til
að sá frjóum þekkingar og þroska og hlúa að verðandi sál-
um. Þeir, sem vilja fá áþreifanlegri dæmi iðni þessarar og
umönnunar heldur en mannssálin lætur í té, ættu að líta
á garðinn Skrúð á Núpi. Án slíkrar iðni og fórnarvilja