Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 62
NÚPSSKÓLI 1906—1936
[Viðar
46
veruna ávaxtast í verkum þeirra, í bættum kjörum al-
þýðunnar hið ytra og innra. Enda leiðbeina nýrri skólar
nú í nýsköpun á verklega sviðinu, meir en eldri alþýðu-
skólarnir höfðu nokkur tök á að gera.
Þótt fullnaðarnám í skólanum væri ætlað tveim vetr-
um, þá var jafnan öllum nemendum kennt í einu lagi.
Sumum námsgreinunum eins og sögu, landafræði og
náttúrufræði var hægt að skipta svo, að sitt væri hvorn
vetur, en öðrum, eins og stærðfræði og málfræði, var
hagað svo, að það sem yngri deild lærði væri upplestur
fyrir eldri deild, og kom þá oft til þess, að þeir eldri leið-
beindu þeim yngri, en nám hinna eldri var efniskynning
hinum yngri.
Þetta var raunar erfiðisauki fyrir kennara, en með því
komst einn yfir margt það, sem annars hefði þurft tvo til.
Annað frábrugðið í kennsluaðferð var það, að þegar
leið nær námslokum hvern vetur, var tekinn í einu fyrir
stærri kafli, einn nemandi — eftir hlutkesti, — látinn
gera svo góða grein fyrir honum, sem hann gat, að
öllum skólanum áheyrandi. Aðrir voru látnir fylla upp og
leiðrétta, ef þurfti, hver eftir sinni getu. Síðast varði
kennarinn nokkrum mínútum til að slétta yfir og leggja
úrskurð á meðferðina.
Síðari hluta dagsins var tímanum skipt til leikja og
undirbúningslesturs. Lásu allir nemendur í kennslustof-
unni og sat einn kennari þar jafnan við vinnu sína. Og
var þá jafnframt til taks, ef einhver þurfti leiðbeiningar
við.
Þá hefir það einnig tíðkazt um mörg undanfarin ár, eða
síðan nokkru áður en skólinn varð héraðsskóli, að nemend-
ur hafa verið æfðir í að flytja sjálfstæð erindi um sjálfvalið
efni; kennarinn leiðbeinir. Eldri deildar nemendur flytja
svo að lokum erindi í prófinu, í viðurvist prófdómara og
gesta. Hafa þessir framsögutímar (1 á viku) orðið mjög
vinsælir, og margir nemendur telja þetta eitthvert
þroskavænlegasta námsatriði í skólanum.