Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 132
118
SUMARFERÐIR KENNARA
[Viðai’
er eðlilegt. Við þurfum út í heiminn til að afla okkur víð-
sýnis, kynnast háttum annara þjóða og sækja okkur fyr-
irmyndir. Þetta er almennt viðurkennt, og skal hér ekki
farið ú't í það, að hve miklu leyti slíkar utanferðir einatt
missa marks. En það þarf fé tiX að ferðast, ekki sízt ef
farið er til annara landa. Og flestir kennarar hafa ekki
úr miklu fé að spila og þurfa að haga því svo, að þeir
geti séð sem mest og lært sem mest fyrir sem minnsta
peninga. Eins og ég hefi áður nefnt, eru sérstaklega utan-
ferðirnar dýrar. Fyrir það fé eitt, sem ferðirnar til og frá
nágrannalöndunum kosta, mætti fara töluverða ferð inn-
anlands. Og á ferðinni milli landa er ekkert að sjá, nema
hafið, himininn og máfana, og ekki einu sinni það fyrir þá.
sem sjóveikir eru. Og hvernig er háttað þekkingu okkar
á okkar eigin landi? Hve mikið höfum við séð af óbyggð-
unum? Þessum spurningum ætla ég ekki að svara. Þeim
svarar hver fyrir sig. Og því miður munu svörin verða
mjög á eina lund.
Ég hefi alltaf kennarastéttina sérstaklega í huga, og er
þá á það að líta, hver nauðsyn kennurunum sé á því að
ferðast um s-itt eigið land. Ég hefi þegar bent á, hvílík
nauðsyn kennurum sé á andlegri og líkamlegri hressingu
eftir vetrarstarfið, og fátt mun vera betur fallið til að
dusta rykið af sálinni og hlaða menn nýrri orku en það
að skoða fögur héruð á heiðskírum sumardegi. Um þá
hlið málsins þarf ekki orðum að eyða, og er hún þó ekki
lítils virði, hvort sem í hlut eiga ungir menn eða rosknir,
karlar eða konur. En einnig frá „faglegu“ sjónarmiði er
kynning landsins kennaranum hin mesta nauðsyn, og það
svo að segja, hvaða námsgrein sem hann kennir. Sá, sem
kennir landafræði, stendur ólíkt betur að vígi með að
lýsa þeim stöðum, sem hann hefir aðeins lesið um. Ný-
lega ritaði alþýðumaður, sem ferðast hafði víða um land,
bók um ísland. Annar maður skrifaði ritdóm um þá bók
og vítti höfundinn harðlega fyrir það, að hann leyfði sér
að lýsa stöðum, sem hann hefði ekki sjálfur komið á. Sá