Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 183
Viðar] ÚTDRÁTTUE ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M.
169
Sigtryggsson, til bls. 225. Lesin málfræðin í 1. hefti kennslubókar
Jóns og Jóhannesar. Heimastíil einu sinni í viku.
Enska. 3 st. Geirsbók, frá 30. kafla og út bókina. K. Brekke: Ny
engelsk læsebok for middelskolen, út að bls. 76.
Mannkynssaga. 2 st. Mannkynssaga handa unglingum eftir Þorl.
H. Bjarnason, öll bókin.
Landafræði. 2 st. Kennslubók í landafræði eftir Bjarna Sæ-
mundsson, bls. 19—125.
Náttúrufrxði. 3 st. framan af, síðan 2 st. Sama og í y. d.
Eðlisfræði. 4 st. Fysik for Meliemskolen I.—II. eftir Th. Sun-
dorph notuð, fyrra heftið endurlesið. Lítið hægt að gera af tilraun-
um vegna áhaldaleysis.
Reikningur. 4 st. Reikningsbók Ólafs Daníelssonar, að Rúmmáli.
Sund. 3 st. Kenndar sömu aðferðir og' í y. d.
Sawinar. 4 st. Sjá síðar.
Smíðar. 4 st. hálfsmánaðarlega hjá hvorum flokki. Sjá síðar.
Smíöadeild.
Kennt var á verkstæðinu mestan hluta dagsins frá kl. 8 f. h. til
TVz e. h., utan matarhléa. Sjá síðar.
Unglinganámskeiðið.
Aðallega var kennt íslenzka, reikning'ur, danska, sund, leikfimi,
lestur, svo og söngur og saumar.
Umbœtur.
Aðallega er þess að geta, að leiðsla kalda vatnsins var lengd í
betra vatnsból. Nokkuð var lagfært í skólanum, allir glug'gar þéttir
og málaðir o. fl. Af lausum munum bættust við smíðismunir nem-
enda í b. d. og munir, er smíðanemar smíðuðu fyrir skólann (sjá að
framan). Nokkuð var keypt af bókum fyrir tillög nemenda..
Náttúrugripasafnið hlaut að gjöf nokkur uppsett hitabeltisfiðr-
ildi og kólibrifugl frá William F. Pálssyni, Halldórsstöðum, og
nokkuð af þurrkuðum jurtahlutum (frá Danmörku) frá Páli H.
Jónssyni, kennara. Önnur aukning varð ekki á söfnum og' áhöldum
skólans.
Skólalíf.
Almenn dagskrá og' skólareglur var líkt og í fyrra. Nýmæli var,
að eigi skyldu piltar og stúlkur heimsækjast á íbúðarherbergjum
eftir kvöldverðartíma. Félagsskapur nemenda og' starfsliðs skólans
nefndin sig »Laugamannafélag«. Sá það um skemmtanir, gaf út
skólablað, »Skólabjölluna«, og annaðist yfirleitt um félagslega starf-