Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 143
Viðar] HÉRAÐSSKÓLARNIR OG VIÐHORF ÆSKUNNAR 129
heimtufrekju og standi í þjónustu öfgaaflanna í þjóðfé-
laginu.
Það er skammt öfganna í milli — og það þarf auðvitað
ekki að búast við því, að héraðsskólarnir vinni svo störf
sín að öllum líki. Hitt er líka að athuga, að héraðsskól-
arnir eru enn ekki svo gamlir í landinu, áð unnt sé að
kveða upp úrslitadóm.
I héraðsskólunum fær ungt fólk tækifæri til að dvelja
um nokkra mánuði við góð skilyrði, svo sem björt og hlý
hús í fjölmennum hópi jafnaldra við margháttuð störf,
sem útheimta árvekni og hófsemi.
Það ber að gera sér ljóst, að lífsskilyrði og þægindi eru
að flestu leyti betri í þessum skólum en á heimilum ein-
staklinganna, þeirra sem úr sveit koma að minnsta kosti.
Þetta telja margir hættulegt. Og til eru auðvitað einstak-
lmgar, sem ekki þola þessa góðu aðbúð — og er það sízt
að furða í jafnstórum hópi ungra manna.
Þessir menn eru þó fáir á móti hinum mörgu, sem
skoða aðbúðina sem markmið, sem keppa beri að á hverj-
um stað, svo sem skilyrði leyfa, en skoða þægindi skól-
anna ekki sem dæmi um það, hvað allt annað sé óviðun-
andi.
Skólunum ber að reisa merkið hátt og beina hugum að
því, sem bezt má verða í hverju máli.
Það, sem ber að treysta og gera skiljanlegt er, að
kröfunum eru engin takmörk sett. Og kröfur æsk-
unnar í sveitum landsins eiga að vaxa — kröfurnar
um ný og bætt afkomuskilyrði, beíri hús og betra líf
— en sú tilfinning þarf að vaxa mest og yfirgnæfa allt
annað, að það er verkefni hvers eins að leysa sínar eigin
kröfur með samvinnu og samstarfi — og skynsamlegri
aðstoð þjóðfélagsins.
Það er þessi skilningur á viðfangsefnunum, sem aðbúð
og starf héraðsskólanna á að veita nemendum sínum.
Ég segi þetta ekki út í bláinn. Það eru til mörg dæmi
9