Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 142
128 HÉRAÐSSKÓLARNIR OG VIÐHORF ÆSKUNNAR [Viðar
ekki nein lífsskilyrði hér heima. Þeir fluttu til Amer-
íku. Þar slitu þessir víkingar út kröftum sínum. Hverju
hefði það óhemju starf fengið áorkað hér heima?
Það var eftirsjón í öllum þessum hraustu drengjum
og enn meiri fyrir þá sök, að ótal margir þeirra sáu aldrei
giaðan dag vestra fyrir heimþrá. Margir þeirra áttu ekki
heitar'i ósk en þá að hverfa aftur heim í íslenzka bæinn
sinn — og fá að beita þar kröftunum — þegar þeir sáu
erfiðleikana vestra — og þegar þeir sáu drauma þeirra
manna byrja að rætast, sem sterkasta áttu trúna á mátt
íslenzkrar moldar.
Og nú vil ég spyrja ykkur — ungu menn, sem mál
mitt heyrið og eruð á báðum áttum um það, hvora leið-
ina þið eigið að velja: Gæti ekki farið eins fyrir ykkur
og heimfúsu Vestur-íslendingunum? Gæti þá ekki farið
svo, þegar vonbrigði og erfiðleikar kaupstaðalífsins mæta
ykkur, að þið munduð óska þess heitast að hafa heldur
notað tímann og kraftana til þess að byggja upp framtíð
ykkar á þeim grundvelli, sem pabbi ykkar og mamma
höfðu lagt, í stað þess að hrekjast úr einum stað í'annan
og leigja öðrum störf ykkar?
Þá getur verið of seint að snúa við, straumurinn hefir
tekið ykkur og borið í aðra átt. — Ég þekki mörg slík
dæmi.
Þetta þarf unga fólkið umfram allt að reyna að skilja.
Þetta er eitt af þeim málum, sem héraðsskólarnir hljóta
að taka afstöðu til og vinna fyrir. Það er skoðun mín, að
þeir eigi að sníða starf sitt mjög eftir því, hvernig þeir
bezt geti haft áhrif í þessu efni.
Skoðanir manna á starfi héraðsskólanna í þessu efni
eru æði misjafnar. Þær raddir heyrast, að þeir séu ger-
sneyddir skilningi á þeim vandamálum, sem nemendur
þeirra þurfa að fá lausn á, — að allt starf þeirra sé til lít-
ils gagns eða einkis vegna þess, að það sé ekki sniðið eftir
félagslegum þörfum nútímans o. s. frv.
Aðrir segja, að þessir skólar ali upp oflátungshátt og