Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 121
Viðar] ER SÖNGNÁM í SKÓLUM AÐEINS DÆGRADVÖL 107
næmi eyrans og auka svo hæfni þess, að það bregðist ekki
hlutverki sínu.
Ef söngur er iðkaður í skólunum af alúð og þekkingu,
þá má vænta þess, að hljóðvillurnar láti undan síga fyrir
áhrifum hans. í þessu efni eru að sönnu ekki fengnir stór-
vinningar né fullnaðarsigur á skömmum tíma, en skipu-
lögð vinnubrögð og árvekni beggja málsaðila fá í góðlát-
legu samstarfi ótrúlega miklu umþokað, er stundir líða.
Allir íslenzkukennarar hafa sennilega orðið þess áskynja,
að þá fyrst, er næmi eyra hinna hljóðvilltu hefir verið
skerpt svo, að það sé öruggt að greina rétt mismunandi
hljóð, þá, en heldur ekki fyrr, er fengin varanleg og stað-
góð lækning á hljóðvillunum og afskræmdum framburði.
En hann á aftur sök á öllum verst kynjuðu stafsetningar-
villum, sem fyrir koma, villum, sem aldrei verður steypt
af stóli án hinnar réttu stillingar eyrans. Skal ekki
farið út í þá sálma að lýsa þeim vinnubrögðum, sem
hér að lúta og nauðsynleg eru til eflingar réttri hljóð-
skipun og þessari tegund málræktunar.
Hljóðvillur, sem ömurlegastar eru og jafnframt háska-
legastar stafsetningunni, eru þær, að rugla saman e og i
og jafn vandræðalegt er það að finna ekki mismun á sér-
hljóðunum u og ö og fylgjast þessar plágur venjulegast
að. Sá er einungis munurinn, að færri orðum, er saman
verður grautað, er til að dreifa í síðara dæminu. —■ Af-
bakanir annarra sérhljóða heyrast einnig iðulega bæði í
mæltu máli og söng, en þegar til þeirra kasta kemur að
stafsetja, afvegaleiða þær hvergi nærri eins og hinar rót-
tækari, sem nefndar hafa verið. En einnig þær eru ein-
staklega hvimleiðar og særandi fyrir tilfinningar og eyru,
sem ekki eru dofin og ónæm fyrir slíku.
Framburður ýmissa samhljóða er mjög á reiki, þótt
þeir eigi í hlut, sem menntunar hafa notið. Fjöldamargir
bera t. d. aldrei fram samhljóðann t, nema hann standi í
upphafi orðs eða í upphafi áherzluatkvæðis samsetts orðs.