Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 63
Viðar] NÚPSSKÓLI 1906—1936 49
Hafði núverandi skólastjóri kynnzt slíkri kennsluaðferð
í síðari dvöl sinni ytra.
Yfirlit.
Þegar litið er yfir liðinn 30 ára áfanga, verður ekki. hjá
því komizt að minnast gerr á hin miklu áhrif .skólaíis á
sveit og hérað, sem allir,'er til þekkja, viðurkenna að séu
góð.
Skólinn er nú fyrir löngu landskunnur, þrátt fyrir
smæð sína og þröngan stakk, sem honum hefir sniðinn
verið fjárhagslega. Mun það eigi ofmælt, að nemendur
skólans, sem sótt hafa aðra skóla, hafi yfirleitt þótt bera
skólanum mjög góðan vitnisburð.
Er þeim, sem þetta ritar, kunnugt um ummæli; í þá átt
frá skólastjórum Hvanneyrarskóla,. Kennaraskóla ísland's,
Samvinnuskólans og íþróttaskóla Jóns .Þorstéinssonar . í
Reykjaviko.fi. ,
Þau hollu og miklu menningaráhrif, sem Vestfirðingar
hafa orðið fyrir vegna skólans, eru ekki sízt því að þakka,
hversu tveir aðalkennarar og leiðtogar skólans hafa ver-
ið einhuga og samhentir í öllu menningarstarfi sínu, utan
skóla og innan. , : :
Með stofnun skólans, og samhliða skólastarfinu annari
menningar- og félagsstarfsemi, sem hér hefix farið fram,
verður Núpur nýtt menntasetur eins og að fornu fari, er
Jón Gissurarson sagnritari o. fl.. ágætir bændahöfðingjar
á Núpi gerðu garðinn frægan.
Er það einkum einn maður, auk tveggja áðurnefndra,
sem á aðalþáttinn í þessu menningarstarfi og hefir alla
jafnan stutt skólann af mikilli velvild frá byrjun. Það er
Kristinn Guðlaugsson bóndi á Núpi, sem hefir verið
landsdrottinn skólans, endurgjaldslaust, þar til skólinn á
síðustu árum eignaðist sína eigin lóð. Hann hefir einnig
verið ókeypis aukakennari við skólann, þar sem hann
mun hafa flutt fleiri fyrirlestra við skólann en nokkur
4