Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 95
Viðar] GULL OG HAMINGJA (FÁPNISGULLIÐ) 8i
meðal okkar mannanna fram á þennan dag, aðeins breytt-
ar af því að aðrar persónur leika hlutverkin.
Ennþá er ágirndin undirrót alls ills, ennþá er hægt að
rekja til hennar eða afleiðinga hennar allt það, sem miður
fer með mönnunum, allt sem glepur þeim sýn og veldur
þeim bölvi. Það er hneigðin til þess að sitja við þann eld-
inn, sem bezt brennur, án þess að taka tillit til þarfa og
hagsmuna heildarinnar, sem verður þjóðum og einstak-
lingum erfiðasti þröskuldurinn á þeirri leið, sem þeim er
ætlað að ganga til betra lífs.
Með hverju árinu sem líður, með hverjum deginum,
sem þekking manna verður meiri, vaxa vandamál þjóð-
félagsins okkar. Það er eins og tæknin og valdið yfir efna-
samböndum natturunnar vaxi i of hröðu hlutfalii við
þann innri mátt sálarinnar, sem á að stjórna hinu ytra
valdi til aukinnar hagsældar einstaklings og þjóðar.
Þrátt fyrir það, að við höfum í þúsund ár vitað, að
Esa svo gótt
sem gótt kveði
öl alda sonum
því færa veit
es fleira drekkr
síns til geðs gumi,
þá fer áfengisnautn samt í vöxt dag frá degi og bruggun
og launsala dafnar vel. Hvað veldur þessu? Það er ekkert
annað en það, að gullþorstinn og eigingirnin ná valdi yfir
þeim öflum í sálum mannsins, sem eiga að segja honum,
að hann eigi fyrst og fremst að lifa fyrir heildina og svo
fyrir sjálfan sig. Því færist launsala í vöxt, að það er fjár-
hagslegur gróði að selja meðbræðrum sínum eitur. Það
hlýtur að verða heilbrigðu þjóðfélagi að falli. Það verða
Ragnarök þess í vissum skilningi, því náttúran er alltaf
sjálfri sér samkvæm og þegar gullþorsti mannanna ræð-
ur, þegar eymdin ræður og veður uppi, þá endurtekur
hún sig sagan, sem gerðist með Ásum og höfundur Völu-
ó