Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 53
Viðar]
NÚPSSKÓLI 1906—1936
39
ingu um Berg Einarsson föður sinn, sem eitt sinn bjó á
Núpi. Verkefni sjóðsins er að verðlauna nemendur skól-
ans fyrir beztu ritgerðir um atvinnumál íslendinga.
Auk þessara áðurnefndu gjafa, hafa flest árin, sem skól-
inn hefir starfað, fleiri eða færri aðkomumenn flutt fyrir-
lestra við skólann, utan kennslustunda, um sjálfvalið efni.
Hafa það einkum verið menn búsettir í nágrenni skólans
(þar á meðal nokkrir fyrrv. nemendur), svo og gestir, sem
komið hafa lengra að. Hafa þeir allir, án undantekning-
ar, flutt erindi þessi endurgjaldslaust. Sömuleiðis hafa
eftirlitsmenn skólans (prófdómarar) alltaf gefið skólan-
um þá fyrirhöfn sína, þar til skólinn var gerður að hér-
aðsskóla. Eru gjafir þessar allar færðar til reiknings sem
heimatillög og gefendur skráðir í bókum skólans. Hafa
erindi þessi gert skólalífið fjölbreyttara, fært skólanum
mikinn fróðleik og styrkt tengslin milli hans og héraðsins.
Húsabætur skólans.
Áðurnefnt hús, er leigt var til skólahaldsins við stofnun
skólans, varð brátt of lítið.
Árið 1910 byggði skólastjóri viðauka við norðurhlið
hússins, járnvarinn, úr timbri, eins og eldra húsið. Hann
var 3x8 álnir að stærð, ein hæð með kvisti, sem var
framhald af kvisti á norðurhlið gamla hússins. Voru úti-
dyr gerðar á efri (nyrðri) enda kvistsins og svalir fyrir
framan. Hafa síðan verið fluttar ræður af svölum þessum
á útisamkomum skólans, en fólkið hefir setið í brekku
ofan við húsið.
Umgetinn kvistur var notaður sem svefnherbergi, en
niðri var gert eldhús og borðstofa, sem jafnframt var not-
uð til líkamsæfinga.
Árið 1912 var byggður svefnskáli fyrir pilta úr stein-
steypu 12 x 11 álnir að grunnfleti. Er sú bygging í sam-
bandi við barnaskóla og stendur skammt frá skólahúsinu
að austanverðu.