Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 196
182
ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M. [Viðar
ar, fyrrv. forsætisi'áðherra, og- er það nú komið. En með því að
það er alistórt (sennilega hátt á 3. þúsund bindi), verður erfitt að
koma því fyrir vegna rúmleysis. Safnið var keypt, og lagði ríkið
fram % kaupverðsins.
f sumar er skólinn leigður frú Theódóau Sveinsdóttur eins og
áður, og rekur hún hér gistihús. Aðsókn að því hefir verið mikil.
f haust, og framveg’ig, byrjar skólinn 15. október.
Reykholtsskóla, 10. ágúst 1936.
Kristinn Stefánsson.
Reykjaskóli í Hrútafirði.
Hrútafjörður er einhver hinna lengstu fjarða á landinu. Bygg'ðin
við hann er Vestust og syðst allra byggða norðan lands og’ allir Norð-
iendingar, sem vestur ferðast og suður, landleiðina, fara um Hrúta-
fjörð og kveðja þar Norðurland. Hann er útvörður norðlenzkra
byggða og í nánum tengslum við hina tvo fjórðungana.
Eigi eru þar blómlegar engjar né birkihlíðar, heldur berangur
mikil á báðum ströndum. En þó er þar kjarni í iandi og búsæld.
Fjörðurinn sjálfur er fagur, með nesjum mörgum og vogum, eyj-
um, varplöndum og’ fjölium, sem blána í fjarska undir hvítum tind-
um.
Um miðjan fjörð er særinn skorinn af töngum tveim, svo þar er
skammt landa milli. Heitir Reykjatangi að austan, eggsléttur og
flatur og gengur rif fram af tangaoddanum meir en fram í miðjan
fjörð. Tanginn og rifið er eins og útréttur armleggur, sem Norður-
land réttir Vesturlandi.
Ofan við tangann eru víðast miklar mýrar, breytt svæði með
litlum halla frá hálsi til sjávar. í dæld nokkurri upp frá tangan-
um norðanverðum eru miklar uppsprettur af sjóðandi heitu vatni
(95—100 stig' C.), og' rennur þaðan allstór heitur lækur til sjávar
og' myndar lón í fjörumáli.
Þessi lækur var fyrir aldamót stíflaður og gerð sundlaug og
kennt þar sund úti að öðru hvoru, áratugum saman.
Árin 1927—1928 gengust ungmennafélögin fyrir því að reisa
yfirbygg'ða og steinsteypta laug á Reykjatanga við Hrútafjörð.
Lögðu menn úr báðum hreppum fram mikið samskotafé, en meðal
mestu stuðningsmanna má nefna Bjarna Þorsteinsson, kennara og
Jóhann Jónsson á Bæ, sem mest vann að smíði laugarinnar. Vorið
1929 var laugin vígð af Jónasi Jónssyni kennslumálaráðherra, að
viðstöddu miklu fjölmenni. Eftir þá samkomu fór að vakna áhugi
fyrir því að reisa við laugina héraðsskóla. Var því máli fyrst