Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 57
Viðar]
NÚPSSKÓLI 1906—1936
43
sýslu, 1 úr Norður-Þingeyjarsýslu, 1 úr Norður-Múlasýslu,
1 af Seyðisfirði.
A þessu yfirliti sést, að skólinn hefir verið furðu vi 5a
að sóttur, þegar tekið er tillit til verri samgangna á f; ri
árum skólans og yfirleitt fábreyttari samkynningarle 5a
þá en nú, og að þegar á fyrri árum skólans eru nemenc ir
farnir að sækja hingað úr fjarlægum landshlutum, engu
síður en á síðari árum skólans, er fjarlægðir hafa minnk-
að fyrir bættar samgöngur og hagur manna yfirleitt orð-
ið rýmri.
Um skólann hefir þó verið lítið skrifað opinberlega,
aðstandendur skólans gert lítið til að halda honum á lofti.
Hann var aldrei auglýstur áður en hnn varð héraðsskóli.
Skólinn hefir því eingöngu auglýst sig sjálfur í verkum
sínum.
Kennarar skólans og aðrir stjórnendur.
Eins og áður er frá sagt, var séra Sigtryggur Guðlaugs-
son prófastur á Núpi, aðalstofnandi og eigandi skólans,
skólastjóri hans frá byrjun til ársins 1929, að skólinn varð
héraðsskóli. Lét hann að mestu af kennslu 1926 vegna bil-
aðrar heyrnar, kenndi þó söng meðan hann var skóla-
stjóri.
Námsgreinir þær, er sr. Sigtryggur kenndi aðallega,
voru: Móðurmálið og bókmenntir þess, grasafræði, stærð-
fræði og söngur og söngfræði. Föðurlandssögu, mann-
kynssögu og landafræði kenndu þeir Björn og hann til
skiptis.
Sr. Sigtryggur var ágætur kennari, hafði trausta og
grundvallaða þekkingu til brunns að bera, framsetningin
var skýr og viss og áhuginn óþrjótandi. Sem skólastjóri
var hann frábær að reglu, hirðusemi og samvizkusemi og
eftirlit og umhyggja í smáu og stóru var í bezta lagi.
Björn Guðmundsson frá Næfranesi, aukakennari 1908—