Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 110
96 HÉRAÐSSKÓLARNIR OG FRAMTÍÐ ÞEIRRA [Viðar
VII.
Ef til vill ætti vinnukennslan enn að aukast. Nálega
allir ungir menn í landinu þurfa að byggja sér hús og
geta það ekki nema með miklum erfiðismunum, ef kaupa
skal alla vinnu. Héraðsskólarnir eru að vísu reisulegir,
en þó vantar þá alla húsrúm og suma þeirra mikið. Úr
þessu mætti bæta á þann hátt, að nemendur leggðu á sig
nokkra byggingarvinnu vikulega, hver í sínum skóla og
væri þessi vinna hagnýtt á þann hátt, að auka stöðugt
við húsakostinn. Ég hugsa mér, að hver piltur ætti að
starfa að því að steypa steina tvær stundir á viku, skól-
inn leggði til steypumótin, efnið og ef til vill vinnufötin.
Á þennan hátt myndi safnast fyrir allmikill forði af stein-
um á hverjum vetri, sennilega nóg til að byggja útveggi
að 1—2 íbúðarhúsum. Á vorin eða sumrin væri svo hlað-
inn veggur úr steinum þessum og settar í gluggakistur,
sem nemendur hefðu smíðað. Jafnhliða væri sett þak á
húsið. Næsta vetur glímdu nemendur við að setja í húsið
hitaleiðslur, slétta veggina að innan, steypa í það
þunn skilrúm, fóðra veggina og mála gluggalista. —
Á þennan hátt lærðu nemendur að búa til hús, lærðu að
bjarga sér sjálfir um eina mikilvægustu framkvæmd lífs-
ins. Og jafnframt fengi skólinn meiri og meiri húsakost,
gæti bætt úr fleiri og fleiri þörfum.
Og hinn aukni húsakostur er að minni hyggju algerð
nauðsyn fyrir héraðsskólana. Þeir verða að taka við alls-
konar nemendum, mjög misvel gefnum, mjög misjafnt
undirbúnum. Sumir þurfa að fá sem fjölbreytilegasta
andlega vinnu, aðrir aðallega íþróttir, margir einkum hag-
nýt vinnubrögð en flestir nokkuð af þessu öllu í heppi-
legri sameiningu. Skólarnir þurfa því afar mikið og fjöl-
breytilegt húsrúm, og á engan hátt er auðveldara að bæta
úr því, en þann, sem hér er lýst.
Ein námsgrein er enn mjög vanrækt í öllum héraðs-
skólunum; það er náttúrufræði. Veldur þar miklu um