Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 45
Viðar] NÚPSSKÓLI 1906—1936 3i
skólastarfið hafið. Eru þær sniðnar í anda Grundtvigs-
skólanna dönsku og annarra æskulýðsskóla á Norður-
löndum, er þá voru orðnir kunnir og búnir að gera þjóð-
um þeim, er þeirra höfðu notið, ómetanlegt gagn. Sr. Sig-
tryggur mun fyllilega hafa fundið þörfina hér heima fyr-
ir starfsemi slíkra skóla og af alhug og metnaði unnt þjóð
sinni og héraði því, er hann starfaði í, alls þess góða, er
slík skólastarfsemi hafði að færa. Hann hafði sjálfur, á
fyrstu námsárum sínum, haft persónuleg kynni af slíku
skólahaldi, hafði verið nemandi Guðmundar Hjaltasonar,
æskulýðsleiðtoga, vetrartíma í lýðsskóla hans á Akureyri.
Kveðst hann hafa orðið þar fyrir hollari og dýpri áhrif-
um og að vissu leyti lært þar meira, á þeim eina vetrar-
tíma, en á allri sinni skólagöngu síðar.
Hið fyrsta unglingaskólahald á Núpi er hafið föstudag-
inn 4. janúar 1907. Núpsskólinn var settur þá í fyrsta
sinn.
Voru þá komnir til hans 20 nemendur, allir úr Mýra-
hreppi, á aldrinum 15—25 ára, 3 yfir 20 ára). Námsgreinar
voru 8, þessar:
1. Móðurmálið og bókmenntir þess .... 5 st. á viku.
2. Danska .............................. 3 - - —
3. Föðurlandssaga ...................... 4 - - —
4. Mannkynssaga (fyrri hluti) ...... 5- - —
5. Landafræði (fyrri hluti) ........ 3- - —
6. Náttúrusaga (grasafr. og mannfr.) . . 4 - - —
7. Reikningur ............. 4 - - —
8. Söngur .............................. 2 - - —
Kennslan fór fram í fundarstofu hins nýbyggða húss,
er var mjög rúmgóð og há, miðað við þann tíma, með á-
gætu hitatæki. Stofan var smekklega máluð og voru rituð
orð úr ritningunni á veggjum stofunnar uppi undir loft-
inu. Voru ritningargreinar þessar hugsaðar í samræmi við
fyrirhuguð not hússins: „Kenn hinum unga þann veg, sem
hann á að ganga,“ vegna skólans, „Þetta þrennt: trú, von