Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 175
Viðarj
Fundargerð
Félags, héraðs- og alþýðuskólakennara 1936.
IV. FUNDUR.
Laugardaginn 6. júní 1936 var eftir fundarboði formanns Félags
héraðsskólakennara (dags. 14. marz) 4. fundur félagsins settur að
Reykjaskóla í Hrútafirði.
Af meðlimum félagsins voru mættir:
Frá Reykholtsskóla: Kristinn Stefánsson, skólastjóri, formaður
félagsins.
Frá Laugarvatnsskóla: Guðmundur Gíslason, kennari, Guðmundur
Ólafsson, ritari félagsins.
Frá Núpsskóla: Björn Guðmundsson, skólastjóri.
Þórir Steinþórsson, kennari i Reykholti,
gjaldkeri félagsins, mætti ekki á fundin-
um, hann var þá erlendis.
Ennfremur voru mættir:'
Frá Núpsskóla: Eiríkur J. Eiríksson, kennari.
Frá Laugaskóla: Konráð Erlendsson, kennari, Páll H. Jóns-
son, kennari, Ólafur Ólafsson, kennari.
Allir þessir kennarar gengu þegar í félagið.
Formaður félagsins setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Vék hann orðum sínum sérstaklega að fræðslumálastjóra, Ásgeiri
Ásgeirssyni, sem sat fundinn.
Formaður nefndi til fundarstjóra Jón Sigurðsson og tók hann
við því starfi.
Ritari félagsins var fundarritari.
Þá gat formaður þess, að Jakob Kristinsson, sem var gjaldkeri
hins fyrri félagsskapar héraðsskólakennarai, hefði sent sjóð þess
félags með áföllnum rentum, að upphæð kr. 183.15, en önnur reikn-
ingsskil félagsins gæti hann ekki lagt fyrir fundinn fyrir hönd nú-
verandi gjaldkerai. Hugði hann árgjöld félagsmanna ógoldin enn.
Þessi mál voru þá tekin til umræðu:
1. Lagubreytingar. — Formaður las bréf frá Jakob Kristinssyni,
skólastjóra, þar sem hann segir, að sökum sérstöðu skóla hans
11