Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 151
Viðar]
NÁM
137
Hvert stefnir æskan í héraðsskólunum? Hvað vill hún
nema? — Enginn getur svarað. En við, sem höfum forráð
skólanna, verðum þó að svara, hvert við teljum heppilegt
að stefna. I hverju á námið í héraðsskólunum að vera
fólgið? Það á að vera fólgið í því, segið þið e. t. v. sum,
að við nemum landafræði, sögu, reikning, ensku, dönsku,
íslenzku o. s. frv.
Það er nú gott og blessað að nema þekkingu. En námið
er ekki fyrst og fremst fólgið í því. Eins og landnám er
fólgið í því að eignast ráð á landi, eins er skólanámið
fyrst og fremst fólgið í því að eignast ráð á sjálfum sér.
Landneminn á að gera alla náttúruauðlegð jarðar sinnar
að fullu nothæfa. Nemandinn á að gera alla auðlegð þá,
sem honum hefir hlotnazt að erfðum frá foreldri sínu,
alla krafta sálar og líkama, svo nothæfa, sem unnt er,
hann á ekki að nema námsgreinar, heldur að nema sjálf-
an sig. Námsgreinarnar eru ekki takmark, heldur meðul
að takmarkinu.
Þær námsgreinar, sem ég hefi kennt hér við skólann í
vetur, hafa allar þenna eiginleika. Og mig langar til að
fara um þær nokkrum orðum.
Ég er ekki skólagenginn maður. Ég hefi aðeins verið
þrjá mánuði við almennt nám. — En kennarinn þar lagði
aðeins áherzlu á eitt: Hann vildi að við lærðum að læra.
Námsgreinin, sem hann lagði mesta alúð við, var grasa-
fræði. Hann fékk okkur öllum í hendur nokkrar arkir af
þerripappír, kenndi okkur að safna grösum og nota Flóru
Islands. Hann tendraði eld áhugans. Þetta var á þeim
dögum, þegar fráfærur voru á hverjum bæ. Næsta sumar
vorum við flest smalar. Við fundum þá, að við vorum
hvergi ein. Alls staðar voru frændur okkar, grösin og
blómin, skófir og mosar. Hvar sem við fórum og hvar
sem við vorum áttum við félaga. Það var gaman að grúfa
sig ofan í grasið. Punturinn varð að frumskógi, mosinn
að undirgróðri, flugurnar að fuglum og ormar, pöddur
og köngulær að villidýrum á þjótandi ferð og flugi. Allt