Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 137
Viðar]
SKÓLARNIR OG MYNDLISTIN
123
ulbungurnar, fjöllin á öræfunum og ótal margt fleira
bíður þess að málað sé og meitlað.
Væri ekki vel til fallið, að einhverjir af okkar ágætu
hstamönnum tækju sér dvalarstaði á skólunum út um
landið, til skiptis kafla úr sumri, væru hvort tveggja í
senn gestir skólanna og starfsmenn þeirra? Þeir fengju ó-
keypis dvöl og alla aðhlynningu, fylgd til fagurra staða,
greiðslu kostnaðar við ferðir og annað. Til endurgjalds
létu svo listamennirnir skólunum í té sumt af þeim
myndum, sem þeir máluðu, eða þær allar, allt eftir sam-
komulagi.
A þennan hátt gætu báðir aðilar notið góðs af: Lista-
mennirnir fengju góðan samastað kafla úr sumrinu, notið
aðstöðu til að kynnast landi og þjóð og sótt efni í verk
sín. Skólarnir eignuðust dálítil listasöfn fyrir lítil bein
útgjöld. Það er ekki nóg, að þeir eigi fáeinar stórar mynd-
ir á veggnum í skólastofunni eða á ganginum. Fagrar og
fjölbreyttar myndir þurfa að koma í borðstofuna, sam-
komusalinn, bókasafnið og á nemendaherbergin. Þá fyrst
eru listaverkin orðin almenningseign og þá fyrst geta all-
ir skóla-heimamenn notið þeirra á öllum tímum dags, þeg-
ar þeir líta upp frá starfi sínu. Þá fyrst er listadísinni
gert nokkurnveginn jafn-hátt undir höfði og bókmennta-
gyðjunni í skólunum og listin gerð að því uppeldismeðali,
sem hún getur verið og á að vera.
Alþjóðalistasýningar eru haldnar víðsvegar um lönd,
þrátt fyrir stjórnarfarslega og fjárhagslega einangrun
þjóðanna. Listasöfnin eru styrkt ríflega með framlögum
ríkja og einstaklinga. Dráttlistarkennsla er aukin í al-
þýðuskólum og nemendum er Kennt að skilja og meta
list. Hér á landi er til dálítið af listaverkum. En bau eru
ekki almenningseign né til almenningsnota. í Reykjavík
halda stundum listamenn okkar sýningar á verkum sín-
um. En fæstir eiga þess kost að koma á þær, enn síður
að eignast nokkra mynd, allra sízt sveitafólk,