Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 38
24 SÉRA SIGTRYGGUR GUÐLAUGSSON PRÓFASTUR [Viðar
héraðsskólanum hefði verið haslaður völlur. Og er þó
Núpur góður skólastaður, og vel í sveit komið, eins og
sést á landabréfum. Núpur er í hjarta Vestfjarða. Þar er
góð höfn og ferðir tíðar til Dýrafjarðar. Vatnsafl er þar
mikið og fagurt útsýni. En um eitt hefir þó síra Sigtrygg-
ur auðgað staðinn svo að einstakt er.
í hvammi nokkrum fyrir norðan Núpsþorpið, hefir síra
Sigtryggur og seinni kona hans, Hjaltlína Guðjónsdóttir,
gert skrúðgarð mikinn, svo að enginn er fegurri í öllum
Vestfirðingafjórðungi. Þau Hjaltlína giftust 1918, og hefir
hún reynzt manni sínum samhent um allt skólastarfið, og
hvergi þó betur en um ræktun „Skrúðs“. Þar eiga þau
hjónin mörg spor og handtök. Þar hafa á auðum mel vax-
ið upp gagnjurtir og skrautblóm, runnar og stór tré. í
garðinum er gróðurhús og gosbrunnur. Girðingin er
rammefld og hliðið skrautlegt. í garðinum gnæfa hátt
tveir risavaxnir og skjannahvítir hvalkjálkar, til að sjá
eins og sjálf gestrisnin, sem býður öllum að ganga inn í
fögnuð íslenzkrar náttúru. Skapandi gleði þeirra hjóna,
síra Sigtryggs og Hjaltlínu, við störfin í „Skrúð“, sé ég
ekki sízt í nöfnum sona þeirra. Þeir heita Hlynur og
Þröstur.
Það væri rangt að láta þess ógetið, að það er prestskap-
urinn, sem hefir gert síra Sigtryggi kleift að vinna upp
skóla sinn, án þess að taka teljandi laun fyrir. Sparsöm-
um manni gátu prestslaunin liðsinnt. Og hefir þó ekkert
verið klipið af preststörfum í skólans þágu. Síra Sigtrygg-
ur er prestur af heilum hug, fastheldinn við kirkjunnar
játningar, trúarheitur og þó með engum klíkublæ. Sömu
mannkostir koma fram í prestsskap hans og skólastörfum.
Hann gengur ennþá, bráðum hálfáttræður, að vetrarlagi
yfir langa heiði á annexíu sína á Ingjaldssandi. Nú þegar
aidurinn færist yfir hann, hafa öll sóknarbörn hans beðið
hann að þjóna áfram. Þegar hann fellur frá, á að gildandi
lögum að sameina Dýrafjarðarþing Sandaprestakalli fyrir
vestan fjörðinn. En gegn því standa öll sóknarbörn séra