Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 130
116 EK SÖNGNÁM í SKÓLUM AÐEINS DÆGRADVÖL? [Viðar
Það var gamall íslenzkur siður, sem til skamms tíma
hefir viðhaldizt, að læra kynstrin öll af kvæðum, sálmum
og þulum utanbókar, án þess að söngur væri viðhafður
samhliða. Þykir líklegt, að þetta nám hafi átt sinn þátt i
því að efla svo mjög minni sumra manna fyrrum, að
höfuð þeirra gátu tekið við og geymt óspillt áratug eftir
áratug furðulegasta safn stórmerkra fræða.
Nú á tímum mun horfið að mestu eða öllu frá ljóða-
námi, nema þar, sem söngurinn er beinlínis lífsneisti þess
og aflvaki, að þesskonar nám sé um hönd haft.
Af þessum eina þætti söngnámsins, sem síðast var
nefndur, er sýnt, að allt ber enn að sama brunni.
Söngnáimð er ekki aðeins sífelld beljandi hljóðaþula,
slitin úr tengslum við öll önnur fræði.
Ef skólar þeir, sem almenna menntun veita, ala upp
smekk barna sinna og efla sjálfstæði þeirra og heilbrigða
dómgreind á þessu sviði, þá tækju hinir æðri skólar við
þeim þroskuðum til að geta notið uppalandi og mennt-
andi lista, þess bezta, sem umhverfið gæti þeim í
té látið af því tæi. Hér er ekki átt sérstaklega við æðri
skóla í þess orðs venjulegustu merkingu, heldur fyrst og
fremst útvarp, hljómleikasali og leikhús.
Skili skólarnir hins vegar nemendum sínum svo villu-
ráfandi í þessum greinum, að þeir leiti skemmtana- og
íegurðarþrá sinni helzt svölunar í hávaða dragspilsins,
misheppnaðri eftiröpun villimanna — jazzinum — og
öðrum ámóta neikvæðum skemmtiatriðum, þá er það
deginum ljósara, að bekkir hins nýja þjóðleikhúss okkar
verða einhverntíma þunnskipaðir. Og með þvílíku mati á
listum, sætu þá þeim mun færri, ef vegur þess, sem flutt
yrði, svo og leikkraftar, væru að sínu leyti ámóta glæsi-
legir, eins og þjóðleikhúsið hið ytra virðist ótvírætt tákn
hárrar menningar á sviði byggingarlistarinnar.
[Laugarvatni 1936].