Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 128
114 ER SÖNGNÁM í SKÓLUM AÐEINS DÆGRADVÖL [Viðar
eyrað getur verið hreint og tært á tóna, þótt röddin
svari ekki, er hún skal syngja. — Glöggt dæmi um þetta
er einn snjallasti og hámenntaðasti hljómlistamaður nú-
tímans. Hann hefir ekki minnstu söngrödd. Hinsvegar
eru eyru þessa manns svo hánæm og óskeikul á tóna, að
það er hreinasta þrekraun fyrir pianostillarann að inna
starf sitt svo af hendi, að hann hljóti ekki umvandanir
fyrir.
Að öllu þessu athuguðu virðist það hreinasta fjarstæða
að veita börnum undanþágu frá söngnámi. Nægir í þessu
sambandi að minna á þau fræði, sem áður var sérstaklega
drepið á: Framburð, áhrif hans á stafsetningu, kvæðanám
o. s. frv., en sitthvað fleira kemur þar einnig til greina
af bóklegum fræðum, sem ekki krefst sérstaklega söng-
raddar en er óumflýjanlegt að nema hverjum þeim, sem
hljóta vill sæmilega alhliða almenna menntun.
Ég vík þá að annarri hlið þessa náms, ljóðunum =
söngtextunum. Er þar leikið á marga strengi í senn á
þann hátt, að kvæðin hafa bókmenntalegt gildi, séu þau
smekklega valin, og eiga þau að rótfestast í hugum nem-
enda sem varanleg eign þeirra, þau temja og þroska
minnið betur flestu öðru, skerpa athyglisgáfuna, auka
skilning á málinu, þau bæta og við orðaforðann, og
kvæðanámið verður a. m. k. sumum nemendum lykill að
ljóðum yfirhöfuð. En óþarft er á það að minna, að marg-
ar fegurstu bókmenntaperlur okkar er að finna í bundnu
máli, í ljóðum skálda okkar. En skilningur unglinga á
ljóðum er, með fám undantekningum, yfirborðskenndur
og' slitróttur, þar til aðstoð kennara og útlistanir hans
koma til skjalanna. Ekkert vit er því í öðru, en brjóta
efni kvæðanna og orðalag þeirra algjörlega til mergjar.
Öll hroðvirkni í þeim efnum hefnir sín síðar. Glöggur
skilningur á orðunum gjörir túlkunina í heild heilsteypt-
ari og flutninginn allan lífmeiri og innilegri.
Fullorðið velgefið fólk verður forviða, þegar það upp-
götvar einn góðan veðurdag, að það kann ekki rétt