Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 170
156
FRÁ ÚTLÖNDUM
[Viðar
öðru jöfnu betur ísland, en hinn, sem hvergi hefir farið.
Menn þekkja ekki né skilja sérkenni íslenzkrar náttúru
og íslenzkrar þjóðar, nema þeir hafi almenna þekkingu
í landafræði.
Þetta, sem ég drap á, snertir einkum þann þátt landa-
fræðinnar, sem manninn varðar. Og vafalaust ætti mað-
urinn og athafnalíf hans að vera þungamiðja allrar
kennslu. Það er ekki nóg að hafa hugmynd um, hvernig
löndin, sem urðu að starfssviði mannanna, líta út. Hitt
skiptir meira máli að vita skil á því, hvernig þeir rækta
þessi lönd, byggja þau og bæta, breyta auðnum í blóm-
lega byggð og skapa nýja jörð.
(Að mestu eftir fyrirlestri Jalmar Furuskog: »Dagsnyhetarna
och geografilektionen«).
Náttúrufræðikennsla og náttúruvernd.
20. öldin er öld náttúruvísindanna. Þess vegna er af-
staða manna til hinnar lifandi náttúru önnur en áður
var. Til þess liggja einnig aðrar orsakir. Aukin tækni og'
bættar samgöngur hafa gert mönnum kleyft að ferðast
um auðnir, öræfi og myrkviði. Um leið hefir komið í ljós
hætta á því, að fagrir staðir spillist og fáséð dýr og jurt-
ir eyðist fyrir tilstuðlan ferðafólks og veiðimanna. Tjón-
ið af því gæti orðið meira en tölum verði talið.
Orsakirnar til þessa má oft rekja til þeirrar staðreynd-
ar, að menn ■ brestur þekkingu á hinni lifandi náttúru og
verðmætum hennar og með hverju móti þau megi varð-
veita. En slík þekking verður naumast veitt almennt á
annan hátt en með réttri kennslu og hollum áhrifum frá
skólanna hálfu. Það er naumast of djúpt tekið í árinni,
þótt sagt sé, að fyrri tíma kennara hafi brostið skilning
á köllun sinni í þessu efni.
Um þetta farast dönskum skólamanni og dýrafræðingi,
mag. Asger Ditlevsen, orð á þessa leið:
Áður fyrr var systematiken þungamiðjan í náttúru-