Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 178
Í64 FÚNDARGERÐ [Viðar
uppfyllingar þeim reikningsbókum, er nú eru notaðar og séu þau
dæmi þannig samin, að hliðstæð dæmi geti oft komið fyrir í dag-
legu lífi.
í fimmta lagi á beyginga- og setningafræði í sérstakri bók eða
bók Benedikts Björnssonar nokkuð aukinni.
Fundurinn felur og félagsstjórninni að vinna að því, að reikn-
ingskennarar héraðsskólanna semji á þessu ári dæmasafn, er fyili
upp í reikningsbók þeirri, er nú er mest notuð í skólunum, þar sem
mest er þörf. Síðan skal fjölrita slíkt dæmasafn.«
Ennfremur var samþykkt eftirfarandi tillaga:
»Fundurinn samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd, til þess
að leita hófanna við kennara héraðsskólanna og annara unglinga-
skóla um verkaskiptingu í leiðbeiningu og vali handbóka um undir-
búning og samningu kennslubóka í þeim námsgreinum, sem þörfin
er mest.«
í nefndina voru kosnir:
Eiríkur Eiríksson (7 atkv.), Þórir Steinþórsson (6 atkv.) og
Guðmundur Ólafsson (5 atkv.).
VIII. Öryggi héraðsskólanna. — Málshefjandi var Jón Sigurðs-
son. — Þessi tiilaga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum:
»Fundurinn álykt%r að kjósa þriggja mar.na nefnd til að g'jöra
ítarlega athugun um fjárhagsaðstöðu héraðsskóianna bæði að því,
er snertir nauðsynlegan stofnkostnað þeirra og rekstrarkostnað og
leggja tillögur um úrræði fyrir næsta aðalfund. Ennfremur felur
fundurinn nefndinni að endurskoða núgildandi lög um héraðsskóla.«
í nefndina voru kosnir: Bjarni Bjarnason (9 atkv.), Björn Guð-
mundsson (9 atkv.) og Kristinn Stefánsson (5 atkv.).
IX. Nefnd sú, er tillögur skyldi gera um afstöðu barnaskólanna
til héraðsskólanna, bar fram svohljóðandi tillögur, sem voru sam-
þykktar:
»Fundurinn ályktar að fela félagsstjórninni að hlutast til um
það við fræðslumálastjórann og stjórn félags íslenzkra barnakenn-
ara, að aukin verði í barnskólunum kennsla í móðurmáli, skrift og'
reikningi, og að starfaskrám barnaskólanna verði breytt í tam-
ræmi við þörfina á slíkri aukningu.
Þar sem fundurinn lítur svo á, að hlutverk héraðsskólanna sé
allt annars eðlis en menntaskólanna og sérskólanna, telur hann að
starf héraðsskólanna sé ekki unnt að miða við þarfir æðri mennta-
stofnana. En til þess að fullnægja þörfum ungling'a, sem hugsa til
framhaldsnáms, bendir hann á þá leið, að stofna mætti sérstaka
framhaldsdeild við einhverja skólana.«