Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 127
Viðarj ER SÖNGNÁM í SKÓLUM AÐEINS DÆGRADVÖL? 113
neitt í ætt við tónlist, og smekklegs söngs, sem lýtur lög-
málum listar og smekkvísi.
Og enn kynnu margir að benda á það, að fjöldi af fólki
sé ósönghæft, lagleysingjar.
Hér þarf líka skýringar við, að öðrum kosti er ekki
nema háfsögð sagan.
Bæði hér á landi og eins erlendis hefir reynsla þeirra
söngkennara, sem beztum tökum og glæsilegasta árangri
hafa náð í söngkennslu barna, sýnt og sannað, að nálega
öll börn geta eitthvað sungið, sé rödd þeirra undir eins
viðeigandi sómi sýndur. Vitaskuld koma þar, sem við
annað nám, í ljós mjög misjafnir hæfileikar og gáfnamun-
ur. — En síðar, þegar börnin stálpast, skipta þau um róm.
Sjaldnast verða þessar raddbreytingar svo áberandi hjá
stúlkunum, að þær þurfi þess vegna að hætta söng, sé
gætilega með röddina farið. Þó kemur slíkt fyrir. Enda
skipta þær aldrei beinlínis um róm, þ. e. a. s. ekki um
tónhæð, þótt rödd þeirra breytist nokkuð að lit og hljóm-
fyllingu. Þessu er öðruvísi háttað um drengina svo sem
kunnugt er.
Á raddbreytingarskeiðinu (í efstu bekkjum barnaskól-
anna og síðar) fá þeir karlmannsróm, í stað sinnar
drengjaraddar, sem var samkynja (jöfn að hljómhæð)
kvenna- eða telpnaröddum, og syngja þeir eftir það átta
tónum dýpra en þeir áður gjörðu.
Það er dálítið eftirtektarvert, að margir drengir, sem
gátu sungið, áður en þeir fóru í mútur, virðast við þenn-
an tónflutning raddarinnar glata söngröddinni fyrir ald-
ur og æfi.
Líklegt má þó telja, ef ekki er um að kenna sýkingu
raddarinnar, að fyrir þeim örlögum verði helzt raddir
þeirra, er frá upphafi vega höfðu af fremur iitlum manni
að má á þessu sviði. En af þessu leiðir það, að langtum
fleiri stúlkur (fullorðnar) geta sungið heldur en karlmenn.
Þetta er næg sönnun þess, að söngrödd og söngeyra er
ekki æfinlega í samstarfi, hvað þetta snertir. M. ö. o.
8