Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 197
Viðar] ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M.
183
hreyft opinberlega á þingmálafundi í Bæjarhreppi veturinn eftir
og' fékk ágætar undirtektir.
Sýslunefnd Strandasýslu tók síðan málið að sér, og' lofaði 20
þús. kr. framlagi. V.-Húnavatnssýsla veitti sama ár 15 þús. kr.
til skólabyggingar og var byggingin hafin vorið 1930.
Skólin tók til starfa 7. jan. 1931, í hálfgerðu húsi og við marga
öfðugleika.
Hinn fyrsti skólastjóri var séra Jón Guðnason frá Prestbakka,
og með honum var Helgi ' kennari Tryggvason frá Kothvammi.
Hinn næsta vetur var skólinn fullskipaður, eftir því sem húsrúm
leyfði. Voru kennarar hinir sömu, og auk þeirra Helgi Valtýsson.
Vorið 1932 varð nokkurt missætti við skólann, út af prófi, og
gengu sumir nemendur frá prófi í miðjum klíðum.
Skólanefndin, sem þá var, tók nú það ráð að hafa alger manna-
skipti við skólann. Tók Þorgeir Jónsson guðfræðingur við skóla-
stjórn, og Þóroddur Guðmundsson frá Sandi var með honum, einn
kennara. Kenndu þeir við skólann tvo vetur. Haustið 1933 var
byggt leikfimihús við skólann úr timbri. Húsið er stórt og vandað,
og leikfimiáhöld mjög fullkomin.
Vorið 1934 urðu mannaskipti í skólanefnd. Kom Skúli Guð-
mundsson í stað Hannesar Jónssonar alþingismanns.
Skólanefnd réði Jón Sigurðsson frá Yztafelli sem skólastjóra,
en kennarar voru ráðnir sr. Jón Guðnason frá Prestbakka, EJleif
Finnbogason frá Sauðafelli leikfimikennari, Kristjana Hannesdótt-
ir frá Stykkishólmi kenndi handavinnu og Áskell Jónsson frá
Mýri í Bárðardal kenndi söng og var ráðsmaður skólans. Voru
þessir sÖmu kennarar við skólann í vetur sem leið, nema að Krist-
jana Hannesdóttir fór, en í stað hennar kom sem kennslukona
Anna Stefánsdóttir frá Eyjadalsá. Skal nú sagt nokkru gerr frá
skólanum, framkvæmdum hans og starfskröftum þessa tvo vetur,
sem mér eru kunnastir.
II.
Fyrsta vetrardag' 1934, dag'inn, sem átti að setja skólann, gekk yf-
ir allt Norðurland stórhríð með miklum fannburði og ofviðri, svo
stórtjón varð til lands og sjávar víðast hvar. Varð því að fresta
skólasetningu til mánud. 29. nóv. Komu þá þegar í skólann yfir 30
nemendur.
Skólinn var eig'i auglýstur, enda voru engar umsóknir komnar fyrr
en í september. Skólastjóri kom fyrst í skólann um miðjan október,
og' ha.fði þá eng'inn undirbúningur verið hafinn til skólahalds, og
vantaði flesta hluti til að taka á móti svo mörgum sem nú komu, svo