Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 52
38
NÚPSSKÓLI 1906—1936
[Viðar
dýrmætasta framtíðarfyrirtækið vestra, — að það er ung-
mennaskólinn þinn, sem líklega í reyndinni á fremur öðr-
um skilið nafnið lýðháskóli.11
Einnig má nefna stórkaupmann Jón Laxdal í Reykja-
vík, Einar Gunnarsson cand. phil. í Reykjavík og Guð-
mund Gamalíelsson bókaútgefanda í Reykjavík, er allir
hafa gefið skólanum verulegar gjafir í peningum og bók-
um.
Þá er vert að geta þess, að fráfarnir nemendur gáfu
skólanum vandað orgel á 10 ára afmæli hans sumarið
1916; var það afhent á minningarsamkomu, í tilefni af af-
mælinu, er nemendur stóðu að mestu fyrir.
í minningu um 20 ára afmæli skólans, gáfu einnig frá-
farnir nemendur skólanum minningargjöf, vandað út-
varpstæki. Kom sú gjöf eigi til framkvæmda fyrr en
nokkru síðar, en fjársöfnunin, er til gjafarinnar fór, var
bundin við þau tímamót.
Eftir að skólinn varð héraðsskóli og nemendasamband
var stofnað við hann, gaf það skólanum brjóstmynd úr
bronsi af sr. Sigtryggi, stofnanda skólans. Er líkanið gert
af fyrrverandi nemanda skólans, Kristni Péturssyni,
myndhöggvara frá Næfranesi í Dýrafirði. Var það afhent
skólanum á 70 ára afmæli sr. Sigtryggs, 27. sept. 1932, í
samsæti, er honum var þá haldið í skólanum.
Nokkrir sjóðir hafa skólanum einnig verið gefnir:
Sr. Sigurður Z. Gíslason á Þingeyri var hvatamaður að
stofnun nemendasjóðs, er hefir það verkefni að styrkja, er
fram líða stundir, fátæka, efnilega nemendur til fram-
haldsnáms.
Erfingjar Sighvatar Gr. Borgfirðings, sagnfræðings að
Höfða í Dýrafirði, gáfu skólanum 200 kr. til sjóðmyndun-
ar til minningar um föður sinn, er hafði það verkefni, að
verðlauna nemendur fyrir beztu ritgerðir um sögu og
bókmenntir íslendinga.
Fiskifélagsforseti Kristján Bergsson í Reykjavík hefir
nýlega gefið skólanum 1000 kr., til sjóðsstofnunar í minn-