Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 89
Viðar]
ILLUGI FRÁ BJARGI
75
fannkrýnda fjallatindana, sem bjarmi haustsólarinnar
bmdur gullnum lindum. Við þekkjum hann, þennan unga
mann. Það er Illugi frá Bjargi.
„Lokið var starfinu, stríðinu, raununum,
stóð hann þar feimulaus, beið eftir laununum.“
Laununum? Ætlaðist Illugi til launa? Myrkvaði endur-
gjaldsvonin, — þessi svarti skuggi góðverkanna, — líka
góðverkið hans?
Nei! Vissulega ekki. En engu að síður gátu launin orðið
mikil. Þorbjörn hafði boðið honum líf. Og hvað myndi
átján ára unglingi eftirsóknarverðara en lífið? Lífið er
heillandi frá sjónarmiði æskumannsins. Og þótt Illugi
hlyti að líta framtíðina nokkuð sérstökum augum, þá er
þó líf framundan og möguleikarnir til dáða.
En lífgjöf Illuga er skilyrði bundin. Hann á að kaupa
hana með því að sverja þess eið að hefna ekki Grettis
eða vinna að því, að hans verði hefnt. Og þótt lífslöngunin
sé rík, verður þó þetta skilyrði þyngra á metunum. Það
var ekki líkt skaplyndi Illuga að vilja lifa við smán. En
mesta smán þeirra tíma var þetta tvennt: að ganga á bak
orða sinna og láta vina sinna óhefnt.
Illugi á um þrjár leiðir að velja: Fyrst að sverja eiðinn
og halda hann. Annað að sverja eiðinn, en halda hann
ekki. Hið þriðja að deyja. Tvær hinar fyrri eru leiðir til
lífsins. Færi hann aðra hvora þeirra, þá lá framundan líf-
ið, sem fyrir hugskotssjónum hans er glæsilegra nú en
nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir þá skugga, sem liðin æfi
hans hlaut að varpa á lífsbraut hans. Honum finnst lífið
mikilsvert, mikilsverðast einmitt vegna þess, að hann á
að fara að afsala sér því, enda gerir friðsæld og fegurð
náttúrunnar nú sitt til að gera það sem mest laðandi.
Landið, sem glóir allt í sólarljósinu, liggur eins og ónum-
ið æfintýraland. Það bíður eftir starfandi hugum og
styrkum höndum. Fjöllin spegla sig í rennisléttum haf-
fletinum, allt er kyrrt og hljótt, ekkert heyrist nema