Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 136
122
SKÓLARNIR OG MYNDLISTIN
[Viðar
ágætra málara. Húsaeigendur, hlutafélög og ríkið hafa
staðið straum af kostnaðinum. Og þörfin á þessu hefir
orðið list^mönnunum til mikillar uppörvunar í starfinu
og stundum leitt til verðlaunasamkeppni. Myndir þessar
eru málaðar á veggi í skólastofum, borðsölum og vinnu-
herbergjum. Nemendur, starfsfólk og aðrir heimamenn
eiga þannig kost á að hafa þær fyrir augum daglega. Það
ei fögur hugsun og lýsir góðgirni, að gefa önnum köfnu
fólki stöðugt kost á að njóta þeirra.
Vaxandi kröfur eru gerðar til nemenda, kennara og ár-
angurs af starfi æskulýðsskóla. Það er heimtað mikið
nám, verklegt og bóklegt, af unglingunum. Þetta er rétt-
mætt. — En þá er þeim líka hollt að geta öðlazt stundar-
hvíld, t. d. við athugun listaverka. Það er ekki einskis-
virði, hvernig sem á það er litið.
Eins og sakir standa, eru listaverkin aðallega eign hinna
efnaðri borgara og listnautn því einskonar éinkaréttindi
þeirra, þar sem ríkið á enn ekkert allsherjar listasafn.
Engir staðir hafa betri aðstöðu til að þroska listasmekk
fólks en skólarnir. Þess vegna er tilvalið, bæði vegna
skólanna sjálfra, listarinnar og þjóðarinnar í heild, að
gera þá að listasöfnum fyrir æskulýðinn og fólkið í
sveitunum yfirleitt.
Ef til vill mun einhver spyrja á þessa leið: Hvar eiga
skólarnir, sem berjast í bökkum fjárhagslega, að fá fé?
En þetta er áreiðanlega ekki eins þungt viðfangsefni og
virðast kann. Skal vikið að því nokkru nánar.
Málara- og myndhöggvaralist hefir tekið miklum fram-
förum hér á seinni árum. Við höfum eignazt allmarga
írumlega og færa listamenn. Þeir búa yfir nægri frjósemi
og auðlegð til sköpunar listaverka. Og engum dettur í
hug að neita því, að íslenzk náttúra og þjóðlíf geti látið
næg verkefni í té. En listamennirnir eru fátækir, skuldug-
ir eftir nám sitt og vantar kaupendur að verkum sínum.
Eí' til vill hafa margir þeirra ekki einu sinni fé til að
íerðast um landið og sækja efni í verk sín. Fossarnir, jök-