Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 69
Vióai']
Þrír Núpverjar.
Eftir Ólaf Ólafsson.
1906. — Það ár er talið stofnár Núpsskóla. Minnist sá,
er þetta ritar, þess, að tíðindum þótti það sæta, þegar það
fréttist yfir fjörðinn, að fátæk og fámenn sveitarstúka,
Gyða að Núpi, hefði reisa látið myndarlegt samkomu- og
fundarhús þar á staðnum. Áætlaður byggingarkostnaður
var sagður vera 6000 krónum, og þótti gífurlegur þá.
Menn undruðust framtakið og spáðu félaginu ófarnaðar.
Nýr prestur, síra Sigtryggur Guðlaugsson, bróðir Krist-
ins Guðlaugssonar oddvita að Núpi, hafði þá fyrir
skömmu hlotið veitingu fyrir Mýraþingum, og settist
hann þar að.
Kunnugt varð, að séra Sigtryggur tók að sér að kenna
unglingum í hinu nýja húsi. Það var upphaf Núpsskóia,
héraðsskóla Vestfjarða, sem nú er.
Skólinn var einkaskóli séra Sigtryggs allan tímann, þar
til, að séraðsskólalögin voru samþykkt. Naut hann lítil-
fjörlegs styrks frá sýslu og ríki, en var að öðru leyti bor-
inn uppi af einkaframtaki eigandans og áhuga. Má ljós-
iega sjá af því, að eigi var um arðvænlegt fyrirtæki að
ræða — á veraldlega vísu mælt — og að fjárhagsleg á-
hætta var eigi svo lítil í för með starfrækslunni.
Brautryðjandinn. — Vinnubrögð mannanna eru mis-
jöfn, áhugamálin einnig. íslenzkir sveitaprestar hafa
hvorki verið utan né ofan við söfnuði sína heldur deilt
lífskjörum sínum með alþýðu manna. Þeir, sem skildu
hlutverk sín bezt, lifðu með henni í blíðu og stríðu, miðl-
uðu henni af efnum sínum og anda, — voru menningar-
frömuðir í orðsins beztu og eiginlegustu merkingu.
Einn af þessum fágætu mönnum var prófastur Sig-
tryggur Guðlaugsson. Hann hafði í sér efni brautryðjand-